Skilyrði að koma Borgarnesi á kortið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. maí 2024 18:44 Borgarnes fékk að vera í aðalhlutverki í stigakynningu Friðriks Ómars. skjáskot Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast. Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“ Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira
Ísland reið ekki feitum hesti frá Eurovision í ár, síðasta sætið var niðurstaðan. Íslendingar áttu þó sinn fulltrúa á úrslitakvöldinu og gátu glaðst yfir frammistöðu Friðriks Ómars í stigakynningunni. Hann heilsaði frá „Borgarnes city“ og sendi strákunum kveðju. Það er óhætt að fullyrða að Friðrik hefði ekki lent í síðasta sæti í stigakynnakeppninni. Í samtali við Vísi segir Friðrik að tími hafi verið kominn til þess að annar staður en Reykjavík yrði í aðalhlutverki. „Þessa stundina var Borgarnes efst á blaði, ég hugsaði alveg um Dalvík. En Borgarnes var það núna, mér fannst það við hæfi. Vonandi tökum við bara hringinn næstu ár. Ég legg það til.“ Rétt er að áretta að stigin voru ekki kynnt í Borgarnesi, heldur í höfuðstöðvum Rúv í Efstaleitinu. Græna tjaldið breyttist í Borgarnes í útsendingunni. facebook Friðrik Ómar flutti í Borgarnes í byrjun þessa árs, eftir að hafa fest kaup á glæsilegu húsi þar. Hann ólst upp á Akureyri og Dalvík og sagði í viðtali við Vísi að hans innri sveitastrákur blómstri í smábæjarlífinu. Viðbrögðin stóðu ekki á sér í bænum enda ekki oft sem Borgarnes fær slíkan vettvang. „Hér er bara yndislegt að vera. Ég vinn mikið í bænum en þetta er 50 mínútna rúntur og maður tekur bara fundi í símanum á leiðinni og svona. Maður getur verið 50 mínútur úr Hafnarfirði niður í bæ, það er óþolandi. Þannig þetta er bara rosalega fínt,“ segir Friðrik. Hann hafði ekki svör á reiðum höndum þegar blaðamaður spurði hvers vegna Brogarnes hafi orðið fyrir valinu. „Það var ekkert planað, ég fylgdi bara einhverri tilfinningu. Fann hérna hús sem ég var alveg ástfanginn af, með frábært útsýni inn Borgarfjörðinn. Ætli ég sé ekki bara að eldast og þroskast. Að kunna að meta að geta horft á íslenska náttúru út um stofugluggann.“ Friðrik skilaði sömuleiðis kveðju á strákana sem voru að horfa á Eurovision í gær. „Það kom mér reyndar á óvart að tíu mínútum síðar kíki ég á símann minn og þá er fólk út um allan heim búið að senda manni skilaboð, þannig það er bara gaman. Það er auðvitað þvílíkur fjöldi að horfa.“
Eurovision Borgarbyggð Ástin og lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Sjá meira