Banvænt aðgerðarleysi Tómas A. Tómasson skrifar 16. maí 2024 07:00 Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík. Á sama tíma að við sjáum lífshættulega langa biðlista, neyðist SÁÁ til að tilkynna að eftirmeðferðarstöðinni Vík verði lokað í sumar, sem hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá ef fjárframlög stjórnvalda væru fullnægjandi til að tryggja samfellu í rekstrinum. Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að hann væri tilbúinn í samtalið og að það þyrfti ekki mikið fjármagn til að halda Vík opinni yfir sumartímann. Raunveruleikinn er sá að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um aukið fjármagn til að bregðast við vaxandi vanda, hafa ríkisstjórnarflokkarnir sagt nei, nei og aftur nei. Jafnvel þegar Flokkur fólksins lagði til 520 milljóna króna aukaframlag til SÁÁ um síðustu áramót til að bregðast við grafalvarlegum og vaxandi vanda, greiddu allir þingmenn Framsóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna atkvæði gegn fjárveitingunni. Með því að hunsa fíkniefnavandann ár eftir ár setur ríkisstjórnin líf fólks í hættu. Fíknivandinn er banvænn sjúkdómur og fólk á ekki að þurfa að bíða eftir meðferð, frekar en þeir sem glíma við hjartasjúkdóma eða krabbamein. Ef ekkert er að gert munu hundruðir einstaklinga dvelja áfram fastir í vítahring fíknisjúkdómsins, með engan aðgang að lífsnauðsynlegri meðferð. Flokkur fólksins hefur lagt fram raunhæfar lausnir til að takast á við þennan vanda. Með því að auka varanlega fjárframlög til SÁÁ um 520 milljónir á ársgrundvelli má bæta upp þann halla sem hefur myndast í rekstri samtakanna vegna þess að samningar við Sjúkratryggingar eru löngu orðnir úreltir. Þannig getum við tryggt að fleiri einstaklingar fái tímanlega og viðeigandi meðferð. Þetta fjármagn myndi gera SÁÁ kleift að auka afkastagetu sína, stytta biðlista og veita eftirfylgni til að koma í veg fyrir bakslag. Með þessum fjármunum gætu hundruðir einstaklinga fengið tækifæri til að sigrast á fíkn sinni og byggja upp betra líf. Þeir gætu snúið aftur til fjölskyldna sinna og orðið virkir þátttakendur í samfélaginu á ný. Þetta er sú framtíð sem Flokkur fólksins berst fyrir. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun