Afvegaleiðing SFS? Friðleifur Egill Guðmundsson skrifar 15. maí 2024 14:31 Á dögunum lagði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fram frumvarp um lagareldi sem átti að hennar sögn að skýra reglur og eftirlit með iðnaðinum og stuðla þannig að umfangsmiklum úrbótum í umhverfisvernd. Þar að auki nefndi ráðherrann að lagt væri upp með að frumvarpið myndi styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerðust brotleg við lög. Meðal breytinga frumvarpsins voru ótímabundnar heimildir fyrirtækja á sviði lagareldis, sem hefur verið umdeilt síðan frumvarpið var lagt fram og borið einna mest á í fjölmiðlum en gangrýnin lítur einkum að laxeldi í sjó. Þá fer minna fyrir breytingunni um minnkuð viðurlög við slysasleppingum. Í frumvarpinu var dregið þannig úr viðurlögunum að í stað þess að laxeldisfyrirtæki missi framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í kjölfar slysasleppinga, á nú eingöngu að beita fjársektum, með hámarki á sektum sem verða greiddar úr einum þeim dýpsta vasa sem til er í heiminum. Þetta hámark tryggir að fyrirtækin þurfi ekki að borga fyrir allan umhverfisskaðann sem þau kunna að valda og er í raun ekkert annað en magnafsláttur af umhverfissóðaskap. Meðvirkni ráðuneytisins með SFS Þessi breyting var að stórum hluta unnin í kjölfar langrar og ítarlegrar umsagnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um frumvarpið, en þetta staðfesti matvælaráðuneytið í svari sínu til Heimildarinnar.Í umsögninni beitti SFS sér eindregið gegn því að rekstrarleyfishafi gæti þurft að sæta skerðingu á laxahlut og lífmassa við ákveðnar aðstæður. Þetta ætti við um ákvæði frumvarpsins um lækkun laxahlutar vegna „þekkts og óþekkts strokatburðar og breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla, lúsasmits og meðhöndlunar.“ Einnig sagði í umsögninni að slík ákvæði fælu í sér „skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum“ sem nytu verndar 72. og 75. greinar stjórnarskrárinnar. Ekki virðist horft til sama ákvæðis þegar eignaréttindi og atvinnuréttindi eru skert í dýrmætum laxveiðiám með umhverfisslysum sjókvíeldisins. Í umsögninni studdist SFS við lögfræðiálit Lex og Logos en það vill svo til að álitið fylgdi ekki umsögninni inn til matvælaráðuneytisins, sbr. svar þeirra til Heimildarinnar. Í umræðum á Alþingi um frumvarpið sagði Bjarkey Gunnarsdóttir jafnframt að athugasemdir hefðu borist frá „hagaðilum“ sem hefðu að endingu leitt til þess að bæta frekar inn sektarákvæði í stað missis á framleiðslukvóta. Hagaðilarnir treysta sér augljóslega frekar til að greiða sektir fyrir sleppingar frekar en að taka á sig skertan framleiðslukvóta. Ástæðan er auðvitað sú að þeir vita að þeir geta ekki haldið frjóum norskum eldislaxi í kvíunum. Vísað var til stjórnarskrárvarinna réttinda og meðalhófsreglu en henni er með þessu snúið á haus því það er auðvitað sjálfsögð krafa að eldislaxinum sé haldið í kvíunum ef á annað borð á að stunda laxeldi með frjóan norskan eldislax. Hún nefndi einnig að sektirnar, sem nema um 5 milljónum króna á fisk, væru drjúgar. Um það má deila þegar fyrirtækin eru af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni og þegar sett er hámark á sektirnar. Grafarþögn frá SFS Það er athyglisvert að umsögnin hafi haft eins afgerandi áhrif á útkomu frumvarpsins, sem gæti verið eitt það áhrifaríkasta á sviði íslenskra auðlinda síðari tíma.Þarna hefði legið beinast við að fá álit annarra hagaðila og sérfræðinga, áður en ákvörðun var tekin en það virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að eingöngu hafi verið tekið tillit álita hjá einni tegund „hagaðila,“ eða þeirra sem höfðu hagsmuna að gæta við að minnka viðurlög við slysasleppingum. Það sem er líka afar eftirtektarvekt þrátt fyrir að vekja minni athygli, er að algjör þögn hefur ríkt hjá SFS og Heiðrúnu Lind, framkvæmdarstjóra samtakanna, síðan matvælaráðherra lagði fram frumvarpið. Þetta skýtur skökku við í ljósi þess að SFS beitti sér opinberlega af miklum þunga fyrri hluta ársins þegar málið var til meðferðar. Nú má heyra saumnál detta á bæ SFS og er það líklega til marks um að SFS hafi fengið nákvæmlega það sem þau vildu. Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri ráðuneytisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS er mögulega einnig skilningsríkur gagnvart sjónarmiðum síns fyrri vinnustaðar. Er virkilega hægt að kalla þennan skort á viðbrögðum við svo mikilvægum áfanga fyrir samtökin, tilviljun? Þarna er ljóst að verið er að afvegaleiða stjórnmálafólk og almenning með því að einblína á gildistíma leyfa en ekki þá staðreynd að viðurlög við slysasleppingum eru nú orðin skammarlega lítil. Á sama tíma keyrir SFS áróðursherferð á dýrasta tíma í sjónvarpi og á netinu fyrir sjókvíeldi. Þar er að sjálfsögðu hvergi tekið á gagnrýni í garð sjókvíaeldisins. En við getum lesið á milli línanna, störfin sem í boði eru, efnahagslegu áhrifin – forsenda þeirra er einfaldlega veikt regluverk því fyrirtækin vita að þau geta ekki tryggt að engin lax sleppi, engin mengun verði. Þessar breytingar á frumvarpinu hafa leitt af sér er að útilokað er að laxeldisfyrirtækin geti misst framleiðsluleyfi við alvarleg umhverfisbrot, og það sem meira er, að sektirnar eru varla dropi í hafið fyrir þá aðila sem þeim þurfa að sæta ef til alvarlegra umhverfisslysa kemur. Það síðarnefnda er þó minna umrætt og ætla má að þar hafi afvegaleiðing af hálfu SFS og matvælaráðuneytisins átt í hlut. Verði þetta frumvarp að lögum mun sjókvíaeldisiðnaðurinn njóta vafans eftir sem áður en ekki náttúran. Höfundur er lögmaður og stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fram frumvarp um lagareldi sem átti að hennar sögn að skýra reglur og eftirlit með iðnaðinum og stuðla þannig að umfangsmiklum úrbótum í umhverfisvernd. Þar að auki nefndi ráðherrann að lagt væri upp með að frumvarpið myndi styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerðust brotleg við lög. Meðal breytinga frumvarpsins voru ótímabundnar heimildir fyrirtækja á sviði lagareldis, sem hefur verið umdeilt síðan frumvarpið var lagt fram og borið einna mest á í fjölmiðlum en gangrýnin lítur einkum að laxeldi í sjó. Þá fer minna fyrir breytingunni um minnkuð viðurlög við slysasleppingum. Í frumvarpinu var dregið þannig úr viðurlögunum að í stað þess að laxeldisfyrirtæki missi framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í kjölfar slysasleppinga, á nú eingöngu að beita fjársektum, með hámarki á sektum sem verða greiddar úr einum þeim dýpsta vasa sem til er í heiminum. Þetta hámark tryggir að fyrirtækin þurfi ekki að borga fyrir allan umhverfisskaðann sem þau kunna að valda og er í raun ekkert annað en magnafsláttur af umhverfissóðaskap. Meðvirkni ráðuneytisins með SFS Þessi breyting var að stórum hluta unnin í kjölfar langrar og ítarlegrar umsagnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um frumvarpið, en þetta staðfesti matvælaráðuneytið í svari sínu til Heimildarinnar.Í umsögninni beitti SFS sér eindregið gegn því að rekstrarleyfishafi gæti þurft að sæta skerðingu á laxahlut og lífmassa við ákveðnar aðstæður. Þetta ætti við um ákvæði frumvarpsins um lækkun laxahlutar vegna „þekkts og óþekkts strokatburðar og breytingar á leyfilegum lífmassa vegna affalla, lúsasmits og meðhöndlunar.“ Einnig sagði í umsögninni að slík ákvæði fælu í sér „skerðingu á eignarréttindum og atvinnuréttindum“ sem nytu verndar 72. og 75. greinar stjórnarskrárinnar. Ekki virðist horft til sama ákvæðis þegar eignaréttindi og atvinnuréttindi eru skert í dýrmætum laxveiðiám með umhverfisslysum sjókvíeldisins. Í umsögninni studdist SFS við lögfræðiálit Lex og Logos en það vill svo til að álitið fylgdi ekki umsögninni inn til matvælaráðuneytisins, sbr. svar þeirra til Heimildarinnar. Í umræðum á Alþingi um frumvarpið sagði Bjarkey Gunnarsdóttir jafnframt að athugasemdir hefðu borist frá „hagaðilum“ sem hefðu að endingu leitt til þess að bæta frekar inn sektarákvæði í stað missis á framleiðslukvóta. Hagaðilarnir treysta sér augljóslega frekar til að greiða sektir fyrir sleppingar frekar en að taka á sig skertan framleiðslukvóta. Ástæðan er auðvitað sú að þeir vita að þeir geta ekki haldið frjóum norskum eldislaxi í kvíunum. Vísað var til stjórnarskrárvarinna réttinda og meðalhófsreglu en henni er með þessu snúið á haus því það er auðvitað sjálfsögð krafa að eldislaxinum sé haldið í kvíunum ef á annað borð á að stunda laxeldi með frjóan norskan eldislax. Hún nefndi einnig að sektirnar, sem nema um 5 milljónum króna á fisk, væru drjúgar. Um það má deila þegar fyrirtækin eru af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni og þegar sett er hámark á sektirnar. Grafarþögn frá SFS Það er athyglisvert að umsögnin hafi haft eins afgerandi áhrif á útkomu frumvarpsins, sem gæti verið eitt það áhrifaríkasta á sviði íslenskra auðlinda síðari tíma.Þarna hefði legið beinast við að fá álit annarra hagaðila og sérfræðinga, áður en ákvörðun var tekin en það virðist liggja nokkuð ljóst fyrir að eingöngu hafi verið tekið tillit álita hjá einni tegund „hagaðila,“ eða þeirra sem höfðu hagsmuna að gæta við að minnka viðurlög við slysasleppingum. Það sem er líka afar eftirtektarvekt þrátt fyrir að vekja minni athygli, er að algjör þögn hefur ríkt hjá SFS og Heiðrúnu Lind, framkvæmdarstjóra samtakanna, síðan matvælaráðherra lagði fram frumvarpið. Þetta skýtur skökku við í ljósi þess að SFS beitti sér opinberlega af miklum þunga fyrri hluta ársins þegar málið var til meðferðar. Nú má heyra saumnál detta á bæ SFS og er það líklega til marks um að SFS hafi fengið nákvæmlega það sem þau vildu. Kolbeinn Árnason skrifstofustjóri ráðuneytisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri SFS er mögulega einnig skilningsríkur gagnvart sjónarmiðum síns fyrri vinnustaðar. Er virkilega hægt að kalla þennan skort á viðbrögðum við svo mikilvægum áfanga fyrir samtökin, tilviljun? Þarna er ljóst að verið er að afvegaleiða stjórnmálafólk og almenning með því að einblína á gildistíma leyfa en ekki þá staðreynd að viðurlög við slysasleppingum eru nú orðin skammarlega lítil. Á sama tíma keyrir SFS áróðursherferð á dýrasta tíma í sjónvarpi og á netinu fyrir sjókvíeldi. Þar er að sjálfsögðu hvergi tekið á gagnrýni í garð sjókvíaeldisins. En við getum lesið á milli línanna, störfin sem í boði eru, efnahagslegu áhrifin – forsenda þeirra er einfaldlega veikt regluverk því fyrirtækin vita að þau geta ekki tryggt að engin lax sleppi, engin mengun verði. Þessar breytingar á frumvarpinu hafa leitt af sér er að útilokað er að laxeldisfyrirtækin geti misst framleiðsluleyfi við alvarleg umhverfisbrot, og það sem meira er, að sektirnar eru varla dropi í hafið fyrir þá aðila sem þeim þurfa að sæta ef til alvarlegra umhverfisslysa kemur. Það síðarnefnda er þó minna umrætt og ætla má að þar hafi afvegaleiðing af hálfu SFS og matvælaráðuneytisins átt í hlut. Verði þetta frumvarp að lögum mun sjókvíaeldisiðnaðurinn njóta vafans eftir sem áður en ekki náttúran. Höfundur er lögmaður og stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF).
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar