Ísland hástökkvari í málefnum hinsegin fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. maí 2024 07:31 Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. Það er mikilvægt fyrir okkur hinsegin fólk að búa í samfélagi þar sem við erum þátttakendur og metin að verðleikum. Að því sögðu þá gildir það því miður ekki enn um allt hinsegin fólk á Íslandi. Því þarf að breyta, en í dag fögnum við góðum árangri. Ísland farið úr 18. sæti í 2. sæti á sex árum Sá árangur sem við uppskerum nú er afrakstur mikillar vinnu fjölmargra aðila á undanförnum árum. Miklar réttarbætur hafa orðið í málefnum hinsegin fólks frá því ríkisstjórn okkar tók við árið 2017, þ.m.t. lög um kynrænt sjálfræði, ný ákvæði í hegningarlögum um hatursglæpi og aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks sett af stað. Einnig vil ég nefna bann við bælingarmeðferðum sem samþykkt var á Alþingi í fyrra og lagt var fram af Hönnu Katrínu Friðriksson og fleiri þingmönnum. Mikilvægt framlag Samtakanna 78 Samtökin 78 hafa leitt mannréttindabaráttu hinsegin fólks síðustu áratugi, lyft grettistaki og náð stórkostlegum árangri í starfsemi sinni. Ráðgjafaþjónusta Samtakanna við hinsegin fólk og aðstandendur þeirra er ómetanleg. Takk Samtökin 78 fyrir að standa vörð um mannréttindi okkar og styðja við hinsegin fólk beint og milliliðalaust. Bágborin staða í mörgum Evrópulöndum – baráttan heldur áfram Að lokum verð ég að nefna að staða hinsegin fólks er bágborin í fjölmörgum Evrópulöndum, eins og Regnbogakortið sýnir glögglega. Íslensk stjórnvöld hafa lagt sérstaka áherslu á að Ísland tali hátt og skýrt fyrir réttindum hinsegin fólks bæði í tvíhliða samskiptum við önnur ríki, í gegnum ríkjabandalög sem Ísland er aðili að og á vettvangi alþjóðastofnana. Mikilvægt er að Ísland haldi því mannréttindastarfi áfram af krafti og eldmóð. Mannréttindabaráttu lýkur aldrei en gleðjast má í dag yfir þeim góða árangri sem Ísland hefur náð. Til hamingju Ísland í öllum regnbogans litum. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun