Lífið

Fantaflott með frönskum gluggum í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og byggt árið 1945.
Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og byggt árið 1945.

Við Grenimel 35 í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna einstaka 172 hæð með bílskúr í reisulegu húsi sem var byggt árið 1945. Húsið var teiknað af Halldóri H. Jónssyni arkitekt og hefur verið vel viðhaldið. Ásett verð er 159,9 milljónir.

Íbúðin er innréttuð á sjarmerandi máta þar sem litagleðin breiðir úr sér á milli rýma í  hönnunarmunum, retro húsgögnum og listaverkum.

Frönsk hurð skilur stofu og borðstofu að á sjarmerandi máta.Kristján Orri Jóhannsson

Stofa er rúmgóð og björt með stórum glugga til suðurs og vesturs.

Mikil lofthæð er í eigninni sem minnir helst á skandinavíska íbúð. Franskir gluggar á stigagangi og í rennihurð, sem skilur borðstofu og stofu að, setja heillandi svip á heildarmyndina. 

Samtals eru fjögur svefnherbergi með möguleika á því fimmta. Baðherbergi var nýlega tekið í gegn á smekklegan máta og viðheldur tíðaranda hússins. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.

Stofur er innréttaðar á sjarmerandi máta þar sem litagleðin er allsráðandi.Kristján Orri Jóhannsson
Franskur gluggi á stigaganginum gefur rýminu afar sjarmerandi yfirbragð.Kristján Orri Jóhannsson
Eldhúsinnrétting er úr ómáluðum „birds eye“ við.Kristján Orri Jóhannsson
Kristján Orri Jóhannsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.