Viktor hvetur forsetaframbjóðendur til að sniðganga Stöð 2 Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2024 16:32 Viktor forsetaframbjóðandi er ósáttur við að aðeins þeim sem hafa mælst yfir fimm prósenta fylgi sé boðið til þátttöku í kappræðunum sem verða í kvöld á Stöð 2. Hann er með krók á móti bragði. vísir/vilhelm Viktor Traustason forsetaframbjóðandi er afar ósáttur við að honum, sem og helmingi þeirra sem í forsetaframboði eru, sé ekki boðið til þátttöku í kappræðum Stöðvar 2 og hvetur til sniðgöngu. Viktor segir að í kvöld klukkan 18:55 muni Stöð 2 gangast fyrir kappræðum í opinni dagskrá. En helmingi frambjóðenda sé hins vegar, „meinaður aðgangur að jafnri umfjöllun,“ eins og Viktor orðar það í stuttri færslu á Facebook. Viktor telur þá ákvarðanatöku byggja á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannana yfir langt tímabil. „Sem byggja á mistraustum tölfræðilegum grunni varðandi hvern landsmenn vilja helst í forsetaembættið.“ Viktor ætlar þó ekki að láta grípa sig alveg í bólinu og er með krók á móti bragði. „Í kvöld mun ég taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á mínum samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/viktortraustason24/ https://www.facebook.com/profile.php?id=61556679916457 https://twitter.com/ViktorTrausta https://www.tiktok.com/@viktort2024 Þá segist hann hafa skorað á aðra frambjóðendur sem fengu boð um að mæta í kappræðurnar að sniðganga þær. „Eða benda á þessi ólýðræðislegu vinnubrögð í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla okkar hinna.“ Þá hefur hann hvatt aðra frambjóðendur til að taka þátt með sér í kvöld á samfélagsmiðlum. „Sjáumst hress og kát,“ segir Viktor, hvergi nærri af baki dottinn. Fjölmiðlar Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sjá meira
Viktor segir að í kvöld klukkan 18:55 muni Stöð 2 gangast fyrir kappræðum í opinni dagskrá. En helmingi frambjóðenda sé hins vegar, „meinaður aðgangur að jafnri umfjöllun,“ eins og Viktor orðar það í stuttri færslu á Facebook. Viktor telur þá ákvarðanatöku byggja á ófaglegri túlkun niðurstaðna ólíkra skoðanakannana yfir langt tímabil. „Sem byggja á mistraustum tölfræðilegum grunni varðandi hvern landsmenn vilja helst í forsetaembættið.“ Viktor ætlar þó ekki að láta grípa sig alveg í bólinu og er með krók á móti bragði. „Í kvöld mun ég taka óbeinan þátt í kappræðunum með því að svara sömu spurningum í rauntíma á mínum samfélagsmiðlum: https://www.instagram.com/viktortraustason24/ https://www.facebook.com/profile.php?id=61556679916457 https://twitter.com/ViktorTrausta https://www.tiktok.com/@viktort2024 Þá segist hann hafa skorað á aðra frambjóðendur sem fengu boð um að mæta í kappræðurnar að sniðganga þær. „Eða benda á þessi ólýðræðislegu vinnubrögð í beinni útsendingu í kvöld ásamt því að vísa fólki á samfélagsmiðla okkar hinna.“ Þá hefur hann hvatt aðra frambjóðendur til að taka þátt með sér í kvöld á samfélagsmiðlum. „Sjáumst hress og kát,“ segir Viktor, hvergi nærri af baki dottinn.
Fjölmiðlar Pallborðið Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00 Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sjá meira
Af vængjum fram: „Krakkar, ekki gera þetta heima“ Viktor Traustason forsetaframbjóðandi á nokkuð auðvelt með að borða sterkan mat. Hann sýnir einstakt töfrabragð sem hann lærði af götuhundum í Grikklandi og lýsir því hvað honum finnst um að tala um fjölskylduna sína. 16. maí 2024 07:00
Stefnir í tveggja turna tal Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir eru hnífjafnar í kapphlaupinu mikla á Bessastaði nú þegar þrjár vikur eru til forsetakosninga. 10. maí 2024 16:40