Um er að ræða 122 fermetra íbúð á jarðhæð í tvíbýli ásamt bílskúr. Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Heimilið er innréttað á stílhreinan en hlýlegan hátt. Í eldhúsi er dökk viðarinnrétting með góðu skápaplássi og tvöföldum ísskáp. Opið er við eldhús og alrými, sem samanstendur af stofu og borðstofu. Útgengt er úr stofu í stóran garð með viðarverönd og heitum potti.
Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.



