Fremstu blakarar Ísraels leika listir sínar í Digranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2024 11:32 Leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi um helgina. HK Digranes Karla- og kvennalandslið Íslands í blaki taka í fyrsta sinn þátt í CEV Silver deildinni um helgina. Keppt er í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi og er karlalandslið Ísraels á meðal gesta. Hávær krafa hefur verið hjá hluta Íslendinga að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK Blak Ísrael Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Fram kemur á Facebook-síðu Blaksambands Íslands að leit standi yfir að starfsfólki til að standa vaktina hvað varðar boltana, moppur og gæslu. „Svona leikir fara ekki fram sjálfkrafa og því leitum við til blakfólks um land allt með aðstoð í kringum leikina. Þetta er frábært tækifæri til að sjá landsliðsfólkið okkar taka þetta stóra skref á nýju sviði,“ segir í færslunni á Facebook. Karlalandsliðið mætir Færeyjum og Ísrael en kvennalandsliðið spilar gegn Lettlandi og Ungverjalandi. Karlaliðið spilar svo í Færeyjum helgina 24.-26 maí og kvennaliðið í Portúgal. Á síðustu keppnishelginni 31. maí til 2. júní spilar karlalandsliðið í Norður-Makedóníu og kvennaliðið í Georgíu. Hávær krafa var í samfélaginu um að Ísland tæki ekki þátt í Eurovision sökum þess að Ísrael væri á meðal þátttakenda. Ástæðan er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Ísraelar eru taldir hafa drepið á fjórða tug þúsunda Palestínumanna undanfarnar vikur og mánuði. Þá var mótmælt þegar Breiðablik spilaði gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeild Evrópu í nóvember. Þá heyrðust sömuleiðis þær raddir að íslenska karlalandsliðið ætti ekki að spila gegn Ísrael í umspili um sæti á Evrópumótinu í sumar. Svo fór að Ísland tók þátt í Eurovision, Breiðablik spilaði leikinn gegn Maccabi Tel Aviv og karlalandsliðið lagði Ísrael í umspili áður en liðið féll úr leik gegn Úkraínu. Leikjaplan helgarinnar er eftirfarandi: Föstudagur 17. maí 16:00 Lettland - Ísland KVK 20:00 Færeyjar - Ísland KK Laugardagur 18. maí 16:00 Ísrael - Færeyjar KK 20:00 Ungverjaland - Lettland KVK Sunnudagur 19. maí 15:00 Ísland - Ísrael KK 19:00 Ísland - Ungverjaland KVK
Blak Ísrael Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn