„Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 10:01 Vignir Stefánsson hefur verið leikmaður Vals síðan 2012 og tekið þátt í sjö Evrópukeppnum með liðinu. Vísir Eftir vonbrigði í vikunni býður handboltaliði Vals heldur betur spennandi og krefjandi verkefni þegar liðið leikur til úrslita Evrópubikarsins gegn Olympiacos. Fyrri leikur liðanna fer fram á Hlíðarenda í kvöld, einvíginu lýkur svo í Grikklandi eftir viku. „Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan. Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Við erum bara að verða þokkalega stemmdir, setjum fókusinn á þetta eftir að hafa dottið út úr Íslandsmótinu en við þurfum bara að nýta þau vonbrigði inn í þetta verkefni“ sagði Vignir Stefánsson, hornamaður Vals, fyrir stórleikinn í kvöld. Vignir hefur verið leikmaður Vals í rúman áratug og upplifað mörg Evrópuævintýri með félaginu. Hann sagði reynsluna dýrmæta sem hann sjálfur og liðið allt hefur sankað að sér undanfarin ár. „Við erum búnir að hafa allavega síðasta tímabil svolítið á bakvið eyrað, lærðum helling þar og vorum auðvitað í miklu álagi. Liðið er bara á flottum stað og við verðum að nýta orkuna úr því sem er að gerast hjá okkur inn í þetta.“ Gríðarlega gaman að vera Valsmaður undanfarna viku Það er einmitt mikil orka á Hlíðarenda þessa dagana. Handboltalið kvenna varð Íslandsmeistari á fimmtudag og í öðrum greinum lék félagið til úrslita eða útsláttar nánast á hverjum degi undanfarna viku. Þessi ótrúlega vika nær svo ákveðnum hápunkti á Hlíðarenda í kvöld þegar úrslitaleikur Evrópubikarsins fer fram hér á landi í fyrsta sinn. „Umgjörðin er bara engu lík, gæsahúð að hlaupa inn á völlinn og fá mikinn stuðning af pöllunum eins og hefur verið í þessum leikjum hjá okkur.“ Viðtalið allt við Vigni úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir ofan.
Valur EHF-bikarinn Grikkland Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita