Segir Helgu fara með rangt mál Jón Þór Stefánsson skrifar 19. maí 2024 09:44 Kári sem er stuðningsmaður Katrínar segir Helgu fara með rangt mál. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Helgu Þórisdóttur, forsetaframbjóðanda og forstjóra Persónuverndar, hafa farið með rangt mál í Forystusætinu á RÚV í vikunni. Þar tjáði hún sig um erjur Persónuverndar og Íslenskar erfðagreiningar og sagði það hafa verið mikið áfall þegar Katrín Jakobsdóttir, mótframbjóðandi hennar og þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið með einkafyrirtæki frekar en stofnun sem hafi verið að reyna að fylgja lögum. Málið varðar vinnu Íslenskar erfðagreiningar þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Persónuvernd vildi meina að vinnsla fyrirtækisins á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum vegna þess að leyfi frá Vísindasiðanefnd hafi ekki legið fyrir snemma í aprílmánuði 2020. Persónuvernd úrskurðaði um þetta í nóvember 2021, en í mars í fyrra felldi Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðunina úr gildi. Rekur sögu málsins Í tilkynningu sem Kári sendi fréttastofu rekur hann sögu málsins, en þess má geta að hann er opinber stuðningsmaður Katrínar. „Nú skulum við skoða efni málsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvarnarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess,“ segir í yfirlýsingu Kára. „Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir.“ Segir stuðning Katrínar alvarlegan Líkt og áður segir sagði Helga það hafa verið áfall fyrir Persónuvernd þegar „þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun,“ frekar en Persónuvernd. „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ sagði Helga, og vísaði til Kára. Í málinu hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ sagði Helga við RÚV. Þar vísar hún til bréfs Katrínar til Kára frá því í janúar 2022 þar sem hún sagði úrskurð Persónuverndar hafa komið sér „mjög á óvart“. „Ég er sammála því mati sóttvarnarlæknis að umrædd rannsókn og vinnsla persónuupplýsinga (blóðsýnatakan) hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum, endavar hún unnin að beiðni sóttvarnalæknis og með Landspítalanum. Rannsóknina ber að skoða (ljósi aðstæðna í samfélaginu á þessum tíma þar sem unnið var íkapphlaupi við tímann til að afla frekari gagna og upplýsinga um veiruna og afleiðingar hennar sem voru síðan undirstaðan fyrir alla ákvarðanatöku um opinberar sóttvarnaráðstafanir,“ sagði Katrín á sínum tíma. Katrín hafi líklega gert sér grein fyrir málinu Í tilkynningu segir Kári að Katrín hafi verið að styðja sóttvarnalækni í málinu, en ekki Íslenska erfðagreiningu, sem hafi verið að vinna í umboði sóttvarnalæknis. Þar að auki hafi hún verið að taka afstöðu með fólkinu í landinu. „Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki,“ segir Kári. Hann minnist á að Helga hafi í þættinum sagt að Kári hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd. Þá vill Kári meina að Helga hafi gefið til kynna að Katrín hafi stutt sig í því. Hann segir það þó rangt. „Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins“ Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Þar tjáði hún sig um erjur Persónuverndar og Íslenskar erfðagreiningar og sagði það hafa verið mikið áfall þegar Katrín Jakobsdóttir, mótframbjóðandi hennar og þáverandi forsætisráðherra, hafi staðið með einkafyrirtæki frekar en stofnun sem hafi verið að reyna að fylgja lögum. Málið varðar vinnu Íslenskar erfðagreiningar þegar Covid-19 faraldurinn var nýkominn hingað til lands. Persónuvernd vildi meina að vinnsla fyrirtækisins á persónuupplýsingum hefði ekki samrýmst persónuverndarlögum vegna þess að leyfi frá Vísindasiðanefnd hafi ekki legið fyrir snemma í aprílmánuði 2020. Persónuvernd úrskurðaði um þetta í nóvember 2021, en í mars í fyrra felldi Héraðsdómur Reykjavíkur ákvörðunina úr gildi. Rekur sögu málsins Í tilkynningu sem Kári sendi fréttastofu rekur hann sögu málsins, en þess má geta að hann er opinber stuðningsmaður Katrínar. „Nú skulum við skoða efni málsins sem Helga var að barma sér yfir: Samkvæmt sóttvarnarlögum var það hlutverk sóttvarnarlæknis að skipuleggja og framkvæma, varnir gegn Covid 19 og veittu lögin honum víðtækar heimildir til þess,“ segir í yfirlýsingu Kára. „Hann leitaði til íslenskrar erfðagreiningar um margvíslega aðstoð, eins og að greina sjúkdóminn, raðgreina veiruna úr öllum sem greindust, hanna hugbúnað til að halda utan um gögn sem urðu til, greina gögnin og sækja í þau nýja þekkingu sem mætti nýta í baráttunni við faraldurinn. Allt þetta gerði Íslensk erfðagreining í umboði sóttvarnarlæknis og að hans beiðni en á eigin kostnað. Fyrirtækið var um langan tíma allt lagt undir þjónustu við sóttvarnir.“ Segir stuðning Katrínar alvarlegan Líkt og áður segir sagði Helga það hafa verið áfall fyrir Persónuvernd þegar „þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun,“ frekar en Persónuvernd. „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ sagði Helga, og vísaði til Kára. Í málinu hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ sagði Helga við RÚV. Þar vísar hún til bréfs Katrínar til Kára frá því í janúar 2022 þar sem hún sagði úrskurð Persónuverndar hafa komið sér „mjög á óvart“. „Ég er sammála því mati sóttvarnarlæknis að umrædd rannsókn og vinnsla persónuupplýsinga (blóðsýnatakan) hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum, endavar hún unnin að beiðni sóttvarnalæknis og með Landspítalanum. Rannsóknina ber að skoða (ljósi aðstæðna í samfélaginu á þessum tíma þar sem unnið var íkapphlaupi við tímann til að afla frekari gagna og upplýsinga um veiruna og afleiðingar hennar sem voru síðan undirstaðan fyrir alla ákvarðanatöku um opinberar sóttvarnaráðstafanir,“ sagði Katrín á sínum tíma. Katrín hafi líklega gert sér grein fyrir málinu Í tilkynningu segir Kári að Katrín hafi verið að styðja sóttvarnalækni í málinu, en ekki Íslenska erfðagreiningu, sem hafi verið að vinna í umboði sóttvarnalæknis. Þar að auki hafi hún verið að taka afstöðu með fólkinu í landinu. „Að öllum líkindum gerði hún það vegna þess að hún gerði sér grein fyrir því að án þeirrar aðstoðar sem Persónuvernd ákvarðaði að væri ólögleg hefði verið ógjörningur að sinna sóttvörnum á þeim tíma sem faraldurinn var í hámarki,“ segir Kári. Hann minnist á að Helga hafi í þættinum sagt að Kári hefði hótað því að fara í mál við Persónuvernd. Þá vill Kári meina að Helga hafi gefið til kynna að Katrín hafi stutt sig í því. Hann segir það þó rangt. „Hvort tveggja er rangt, ég hótaði því ekki að fara í mál við Persónuvernd, ég sagðist ætla að fara í mál til þess að fá hnekkt þessari einu ákvörðun Persónuverndar sem ég og gerði og það mál vann ég í Héraði. Á það minntist Helga hins vegar ekki í viðtalinu. Ákvörðun Persónuverndar er ekki lengur gild enda var öll þessi vinna Íslenskrar erfðagreiningar unnin í samræmi við sóttvarnarlög og til þess að hlúa að hagsmunum samfélagsins“
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira