Hafa náð lendingu um staðarval nýs kirkjugarðs Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 10:08 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði að jarða í nýjum kirkjugarði eftir þrjú til fjögur ár. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA/VÍSIR/VILHELM Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira