Átakanleg saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða Storytel 23. maí 2024 13:36 „Það má segja að hugmyndirnar að þessum sögum hafi kviknað þegar ég fór sem skiptinemi til Heildelberg í Þýskalands eftir stúdentspróf árið 1983,“ segir Steindór Ívarsson um skáldsöguna Sálarangist sem kom út nýlega. Hún er önnur skáldsagan í seríu, sem nefnd hefur verið Sálarserían hjá Storytel, og fjallar um eldra fólk sem lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. Sálarangist er ný bók frá Storytel Original eftir rithöfundinn Steindór Ívarsson. Um er að ræða átakanlega sögu um eftirsjá og byrðarnar sem við tökum á okkur á ferð okkar í gegnum lífið. Saga um erfiðar ákvarðanir, sekt og áföll, fegurð og ást, líf og dauða. Að sögn Steindórs Ívarssonar er Sálarangist önnur skáldsagan í seríu, sem nefnd hefur verið Sálarserían hjá Storytel, og fjallar um eldra fólk sem lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. „Það má segja að hugmyndirnar að þessum sögum hafi kviknað þegar ég fór sem skiptinemi til Heildelberg í Þýskalands eftir stúdentspróf árið 1983. Þar vann ég m.a. í sjálfboðavinnu í eitt ár á hjúkrunarheimili. Þessi dvöl mín þar hafði afgerandi áhrif á mig. Mikill meirihluti heimilisfólks voru konur því mennirnir höfðu margir látist í heimsstyrjöldunum. Ég vann langan vinnudag en notaði einnig minn frítíma til að heimsækja heimilisfólkið og fræðast um líf þess. Dvöl mín í Heidelberg er kveikjan að skáldsögunni Þegar fennir í sporin og einnig að Sálarseríunni. Auk þess flutti móðuramma mín á hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum og þau áhrif sem sú breyting hafði á líf hennar og fjölskyldunnar er einnig kveikjan að bókunum.“ Í Sálarseríunni segist hann skoða hvernig áföll, ofbeldi og rangar ákvarðanir fylgja okkur út lífið en einnig hvernig kærleikurinn, ástin og vináttan getur fleytt okkur yfir myrkustu stundir lífs okkar. „Við reynum flest að ná sátt við líf okkar en stundum er það erfitt og jafnvel ómögulegt. Fyrirgefning er rauður þráður í gegnum bækurnar en iðrun er forsenda fyrirgefningar og stundum er okkur einfaldlega um megn að fyrirgefa sjálfum okkur og þeim sem á okkur hafa brotið. Ég hef hins vegar kosið að láta hið góða sigra hið myrka í lífi þeirra sem ég fjalla um í bókunum.“ Sagan segir frá séra Sturlu Bjarnasyni sem er kominn inn á hjúkrunarheimili eftir að hafa orðið fyrir slysi. Hann er bitur, reiður og þjakaður af sektarkennd og finnst hann hafa brugðist sínum nánustu. Sáluhjálpin sem hann hefur veitt sóknarbörnum sínum í gegnum árin hefur ekki friðað samviskuna. Minningarnar sækja á hann, eftirsjá, sorg og leyndarmál sem hafa verið grafin í áratugi. Hann þráir að létta á sálarangist sinni. En hvernig? Skáldsögurnar Blóðmeri, Þegar fennir í sporin og Sálarhlekkir eftir Steindór Ívarsson hafa allar hlotið tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna og hlotið mjög góðar viðtökur á Storytel. Þrír leikarar sjá um lesturinn, þau Guðmundur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. „Allir leikararnir skila vinnu sinni framúrskarandi vel og er ég þeim mjög þakklátur. Ég hef verið mjög heppinn með lesturinn á öllum mínum bókum og það hefur verið einstök upplifun fyrir mig að hlusta á þær. Góður leikari bætir nefnilega við frásögnina svo hún verður ný og fersk. Jafnvel fyrir mig sem hef legið yfir textanum í langan tíma.“ Blóðmeri, Þegar fennir í sporin og Sálarhlekkir hafa allar hlotið tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna og hlotið mjög góðar viðtökur á Storytel. „Vissulega er mjög ánægjulegt að hljóta tilnefningar til bókmenntaverðlauna og ég er mjög hrærður að vera í þeim hópi sem tilnefningar hafa hlotið. Blóðmeri hlaut einnig tilnefningu til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og það var mjög ánægjulegt. Ég er mjög þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem bækurnar hafa hlotið. Mest er ég þó þakklátur fyrir öll þau fallegu orð sem lesendur og hlustendur hafa látið um þær falla. Bækurnar eru skrifaðar fyrir lesendur/hlustendur og það er þrá mín eins og allra rithöfunda að sem flestir njóti bókanna.“ Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira
Að sögn Steindórs Ívarssonar er Sálarangist önnur skáldsagan í seríu, sem nefnd hefur verið Sálarserían hjá Storytel, og fjallar um eldra fólk sem lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að flytja á hjúkrunarheimili. „Það má segja að hugmyndirnar að þessum sögum hafi kviknað þegar ég fór sem skiptinemi til Heildelberg í Þýskalands eftir stúdentspróf árið 1983. Þar vann ég m.a. í sjálfboðavinnu í eitt ár á hjúkrunarheimili. Þessi dvöl mín þar hafði afgerandi áhrif á mig. Mikill meirihluti heimilisfólks voru konur því mennirnir höfðu margir látist í heimsstyrjöldunum. Ég vann langan vinnudag en notaði einnig minn frítíma til að heimsækja heimilisfólkið og fræðast um líf þess. Dvöl mín í Heidelberg er kveikjan að skáldsögunni Þegar fennir í sporin og einnig að Sálarseríunni. Auk þess flutti móðuramma mín á hjúkrunarheimili fyrir nokkrum árum og þau áhrif sem sú breyting hafði á líf hennar og fjölskyldunnar er einnig kveikjan að bókunum.“ Í Sálarseríunni segist hann skoða hvernig áföll, ofbeldi og rangar ákvarðanir fylgja okkur út lífið en einnig hvernig kærleikurinn, ástin og vináttan getur fleytt okkur yfir myrkustu stundir lífs okkar. „Við reynum flest að ná sátt við líf okkar en stundum er það erfitt og jafnvel ómögulegt. Fyrirgefning er rauður þráður í gegnum bækurnar en iðrun er forsenda fyrirgefningar og stundum er okkur einfaldlega um megn að fyrirgefa sjálfum okkur og þeim sem á okkur hafa brotið. Ég hef hins vegar kosið að láta hið góða sigra hið myrka í lífi þeirra sem ég fjalla um í bókunum.“ Sagan segir frá séra Sturlu Bjarnasyni sem er kominn inn á hjúkrunarheimili eftir að hafa orðið fyrir slysi. Hann er bitur, reiður og þjakaður af sektarkennd og finnst hann hafa brugðist sínum nánustu. Sáluhjálpin sem hann hefur veitt sóknarbörnum sínum í gegnum árin hefur ekki friðað samviskuna. Minningarnar sækja á hann, eftirsjá, sorg og leyndarmál sem hafa verið grafin í áratugi. Hann þráir að létta á sálarangist sinni. En hvernig? Skáldsögurnar Blóðmeri, Þegar fennir í sporin og Sálarhlekkir eftir Steindór Ívarsson hafa allar hlotið tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna og hlotið mjög góðar viðtökur á Storytel. Þrír leikarar sjá um lesturinn, þau Guðmundur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir. „Allir leikararnir skila vinnu sinni framúrskarandi vel og er ég þeim mjög þakklátur. Ég hef verið mjög heppinn með lesturinn á öllum mínum bókum og það hefur verið einstök upplifun fyrir mig að hlusta á þær. Góður leikari bætir nefnilega við frásögnina svo hún verður ný og fersk. Jafnvel fyrir mig sem hef legið yfir textanum í langan tíma.“ Blóðmeri, Þegar fennir í sporin og Sálarhlekkir hafa allar hlotið tilnefningar til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna og hlotið mjög góðar viðtökur á Storytel. „Vissulega er mjög ánægjulegt að hljóta tilnefningar til bókmenntaverðlauna og ég er mjög hrærður að vera í þeim hópi sem tilnefningar hafa hlotið. Blóðmeri hlaut einnig tilnefningu til íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans og það var mjög ánægjulegt. Ég er mjög þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem bækurnar hafa hlotið. Mest er ég þó þakklátur fyrir öll þau fallegu orð sem lesendur og hlustendur hafa látið um þær falla. Bækurnar eru skrifaðar fyrir lesendur/hlustendur og það er þrá mín eins og allra rithöfunda að sem flestir njóti bókanna.“
Bókmenntir Menning Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Heilsan væri ekki sú sama án mjólkursýrugerlanna frá Probi Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Hlýleg stemmning og einstök matarupplifun Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lada Sport okkar tíma Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Frumsýning nálgast og Minecraft og Oreo bregða á leik Eldabuskan græjar þriðju vaktina Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Sjá meira