Um sautján milljónir rúmmetra af kviku bæst við kvikuhólfið Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 12:36 Úr eftirlitsflugi 9. maí síðastliðinn. Almannavarnir Kvikusöfnun undir Svartsengi helst áfram stöðug og hafa um sautján milljón rúmmetra af kviku hafa bæst við kvikuhólfið frá 16. mars. Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem kemur fram að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi næstu daga. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og gæti fyrirvari á eldgosi orðið mjög stuttur. Sagt er frá því að um tvö hundruð skjálftar hafi mælst á svæðinu í kringum kvikuganginn um Hvítasunnuhelgina, flestir undir 1,0 að stærð. Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023.Veðurstofan „Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Að svo stöddu er ekki ástæða til að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Áfram mestar líkur á að kvika komi upp á Sundhnúksgígaröðinni Í fréttum fyrir helgi var talað um smáskjálftavirkni sem hafi verið viðvarandi undanfarnar vikur á svæðinu sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum vestan við Grindavík. Í fréttinni var nefnt að mögulega væru veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti hugsanlega nýtt sér til að ná til yfirborðs. Það að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu yfir á svæðið sunnan Þorbjarnar er á þessum tímapunkti talin afar ólíkleg sviðsmynd. Það mat er byggt á nýjum líkanreikningum og öðrum gögnum sem voru rædd á fundi vísindamanna nú í morgun. Áfram eru yfirgnæfandi líkur á að endurtekning verði á því að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu við Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina. Fylgst vel með hvort að kvika sé á ferðinni Veðurstofan hefur fylgst með þrýstingsbreytingum í borholum HS orku í tengslum við vöktun á virkninni í Svartsengi. Skyndileg þrýstingsbreyting hefur verið einn af fyrirvörum um að kvika sé að hlaupa úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Áður hefur komið fram að merki um nýtt kvikuhlaup væru staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun ásamt þrýstingsbreytingum í borholum á svæðinu. Í morgun mældist minniháttar þrýstilækkun í borholu HS orku. Engin skjálftavirkni eða breyting í aflögun sást samfara þessum þrýstingsbreytingum sem mældust. Því virkjaði Veðurstofan ekki viðbragðsáætlanir vegna mögulegs kvikuhlaups,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni þar sem kemur fram að auknar líkur séu á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi næstu daga. Líklegast er að gjósi á Sundhnúksgígaröðinni og gæti fyrirvari á eldgosi orðið mjög stuttur. Sagt er frá því að um tvö hundruð skjálftar hafi mælst á svæðinu í kringum kvikuganginn um Hvítasunnuhelgina, flestir undir 1,0 að stærð. Línuritið sýnir áætlað magn kviku sem hefur bæst við undir Svartsengi á milli þeirra eldgosa eða kvikuhlaupa sem hafa orðið frá því í nóvember 2023.Veðurstofan „Þetta er svipuð skjálftavirkni og mælst hefur síðustu daga, en um 50 skjálftar hafa mælst á sólarhring, flestir þeirra á svæðunum milli Stóra-Skógfells og Hagafells annars vegar og sunnan Þorbjarnar hins vegar. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og rís land þar með sama hraða og áður. Að svo stöddu er ekki ástæða til að áætla annað en að áfram séu töluverðar líkur á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni næstu daga. Áfram mestar líkur á að kvika komi upp á Sundhnúksgígaröðinni Í fréttum fyrir helgi var talað um smáskjálftavirkni sem hafi verið viðvarandi undanfarnar vikur á svæðinu sunnan Þorbjarnar í stóra sigdalnum vestan við Grindavík. Í fréttinni var nefnt að mögulega væru veikleikar í jarðskorpunni sem kvika gæti hugsanlega nýtt sér til að ná til yfirborðs. Það að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu yfir á svæðið sunnan Þorbjarnar er á þessum tímapunkti talin afar ólíkleg sviðsmynd. Það mat er byggt á nýjum líkanreikningum og öðrum gögnum sem voru rædd á fundi vísindamanna nú í morgun. Áfram eru yfirgnæfandi líkur á að endurtekning verði á því að kvika hlaupi úr kvikuhólfinu við Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina. Fylgst vel með hvort að kvika sé á ferðinni Veðurstofan hefur fylgst með þrýstingsbreytingum í borholum HS orku í tengslum við vöktun á virkninni í Svartsengi. Skyndileg þrýstingsbreyting hefur verið einn af fyrirvörum um að kvika sé að hlaupa úr Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina. Áður hefur komið fram að merki um nýtt kvikuhlaup væru staðbundin smáskjálftahrina í og við kvikuganginn, hröðun í aflögun ásamt þrýstingsbreytingum í borholum á svæðinu. Í morgun mældist minniháttar þrýstilækkun í borholu HS orku. Engin skjálftavirkni eða breyting í aflögun sást samfara þessum þrýstingsbreytingum sem mældust. Því virkjaði Veðurstofan ekki viðbragðsáætlanir vegna mögulegs kvikuhlaups,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira