Jökull: Skrýtið að sjá Blika hægja á leiknum á heimavelli Andri Már Eggertsson skrifar 21. maí 2024 22:31 Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan tapaði 2-1 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jökull Ingason Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með frammistöðuna en hefði viljað að hún myndi skila meira en einu marki úr vítaspyrnu. „Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
„Mér fannst við taka yfir þennan leik og við vorum mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og þeir náðu ekki að halda neitt í boltann. Þeir fengu líka góð færi í seinni hálfleik en mér fannst mitt lið spila þannig að við áttum skilið að fá eitthvað út úr þessum leik,“ sagði Jökull í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik og Jökull var svekktur með varnarleik Stjörnunnar í báðum mörkunum. „Við áttum að gera betur í þessum mörkum og erum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur. Við þurfum að skoða þessi mörk og færin sem við fengum á okkur. Tvö mörk er meira en við sættum okkur við að fá á okkur.“ Í seinni hálfleik fékk Stjarnan urmul af færum til þess að skora annað mark og Jökull var ánægður með spilamennsku liðsins. „Stundum verður þetta svona. Þeir gerðu vel í að loka á okkur inn í teig og kringum teiginn og hentu sér fyrir nokkra bolta. Stundum er þetta bara svona. Þetta var góður leikur og það er ofboðslega margt jákvætt sem við tökum út úr þessum leik.“ „Við byrjuðum að þjarma að þeim í fyrri hálfleik og þeir fóru að hægja á leiknum sem var skrýtið að sjá Blika gera á heimavelli í fyrri hálfleik og þetta var öflugur leikur hjá okkur.“ Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Stjörnunnar síðan 12. apríl í Bestu deildinni sagði Jökull að það yrði ekki erfitt að ná liðnu upp eftir svekkjandi tap í kvöld. „Þetta mun ekki hafa nein áhrif á okkur. Það var það mikill kraftur í þessu og þetta var það öflugur leikur. Auðvitað var svekkjandi að fá ekkert út úr þessu en það skiptir engu máli og við höldum bara áfram hvort sem við vinnum eða töpum,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira