Telja að Quang gæti spillt rannsókninni gangi hann laus Bjarki Sigurðsson skrifar 22. maí 2024 12:03 Quang Lé, einnig þekktur sem Davíð Viðarsson, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan 5. mars. Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út. Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“ Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Á mánudaginn var gæsluvarðhald yfir athafnamanninum Quang Lé, kærustu hans og bróður, framlengt til sautjánda júní. Þar með fer lengd gæsluvarðhaldsins yfir þær tólf vikur sem leyfilegt er að úrskurða sakborning í án þess að gefa út ákæru. Tólf vikur er venjan Gunnar Axel Davíðsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir heimild vera í lögum til að halda fólki lengur en í tólf vikur. „Það er í raun og veru ef brýnir rannsóknarhagsmunir krefjast þess. Þá er heimilt að fara yfir þessar tólf vikur,“ segir Gunnar Axel. Og þið teljið það vera raunina í þessu máli? „Já.“ Hvers vegna? „Það er ef ætla má að það sé hægt að torvelda rannsókn málsins á einhvern hátt, þá er heimild fyrir því.“ Það myndi hafa áhrif á rannsóknina ef þessu fólki yrði sleppt úr haldi? „Já.“ Umfangsmikil og erfið rannsókn Ekki hefur verið ráðist í neinar aðgerðir vegna málsins frá 5. mars þegar umfangsmiklar aðgerðir voru framkvæmdar víða um land og átta manns handteknir. Einn hefur bæst við í hóp sakborninga og þeir eru því níu talsins. Gunnar segir rannsóknina ganga ágætlega. „Hún er mjög umfangsmikil og er erfiðari en margar aðrar rannsóknir að því leytinu til að við erum að eiga við tungumál sem við skiljum ekki og þurfum að reiða okkur á túlka. Það er mikið af gögnum sem þarf að fara í gegnum og þýða,“ segir Gunnar Axel. Hann getur ekki tjáð sig um hvort stefnt sé á að ákæra verði gefin út fyrir sautjánda júní, hvort sakborningarnir séu grunaðir um fleiri brot en tilkynnt var um upphaflega eða hvort brotaþolar séu samvinnuþýðir. „Þau eru í góðum höndum. Við höfum fundað með þeim reglulega, allir hagsmunaaðilar sem koma að þessu máli. Þau eru í góðum höndum og líður vel,“ segir Gunnar Axel. „Við vinnum hörðum höndum að því að ljúka þessu máli eins hratt og við getum.“
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira