Enginn kemst sjálfkrafa í könnunarhóp Prósents Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2024 15:30 Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir niðurstöður kannanna fyrirtækis í aðdaganda forsetakosninga í samræmi við annarra rannsóknarfyrirtækja Vísir Framkvæmdastjóri rannsóknafyrirtækisins Prósents segir að þrátt fyrir að boðið sé upp á að fólk skrái sig sjálft í könnunarhóp sem skoðanakannanir eru lagðar fyrir komist enginn þangað inn sjálfkrafa. Möguleikinn sé til staðar til að ná til hópa sem erfitt sé annars fá í hópinn. Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Fyrirtæki sem gera skoðanakannanir fyrir forsetakosningarnar beita öll sambærilegum aðferðum til að velja þátttakendur í þeim. Tekið er slembiúrtak úr þjóðskrá sem er ætlað að endurspegla þjóðina sem best út frá kyni, aldri og búsetu og fólki boðið að taka þátt í könnunarhópi. Úrtak úr hópnum fær svo sendar kannanir í gegnum tölvupóst. Prósent, sem gerir skoðanakannanir fyrir Morgunblaðið í aðdraganda kosninganna, hefur einnig boðið upp á möguleika á að fólk skrái sig sjálft á vefsíðu fyrirtækisins sem hefur ekki tíðkast almennt. Einn frambjóðendanna birti í síðustu viku færslu á samfélagsmiðli með vangaveltum um að kannanirnar væru bjagaðar þar sem fólk þyrfti sjálft að skrá sig hjá könnunarfyrirtækjunum til þess að taka þátt í skoðanakönnunum þeirra. Stefán Einar Stefánsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fullyrti í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í byrjun mánaðar að stuðningsmenn Baldurs Þórhallssonar hafi lagt áherslu á að fólki skráði sig hjá könnunarfyrirtækjum og væri virkt í að svara í upphafi kosningabaráttunnar til þess að hafa áhrif á stemmninguna og umræðuna í tengslum við kosningarnar. Eitthvað um skráningar en enginn inn í hópinn Skráningarform til að komast í könnunarhóp Prósents var að finna á vefsíðu fyrirtækisins svo seint sem á þriðjudag. Formið var horfið af vefsíðunni á miðvikudag eftir að blaðamaður spurðist fyrir um það daginn áður. Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, segir að fyrirtækið standi fyrir reglulegum herferðum til þess að ná til yngsta aldurshóps kjósenda sem er þekkt áskorun fyrir rannsóknarfyrirtæki víða um heim. Skráningarformið hafi verið tekið af síðunni eftir að síðustu herferð lauk. Um leið og sú næsta hefjist verði formið aftur sett inn á vefsíðuna. Þrátt fyrir að fólk geti skráð sig á vefsíðu Prósents er ekki þar með sagt að það komist inn í könnunarhópinn sem fær síðan sendar skoðanakannanir í tölvupósti, að sögn Trausta. Gefa þurfi upp kennitölu, tölvupóstfang og símanúmer. Starfsfólk Prósents fari síðan yfir listann. „Það er mjög skýrt að það fer enginn sjálfkrafa í könnunarhópinn,“ segir hann. Spurður að því hvort að sérstaklega margir hafi óskað eftir að skrá sig í hópinn að undanförnu segir Trausti að einhverjar skráningar hafi komið inn í gegnum vefsíðuna en enginn ratað í könnunarhópinn. Snýst um að úrtakið endurspegli þjóðina Ásmundur Pálsson, sviðsstjóri gagnaöflunar hjá Maskínu sem gerir kannanir fyrir forsetakosningarnar*, segir nokkuð um að fólk hafi samband til þess að komast í könnunarhóp fyrirtækisins. „Fólk hefur samband hingað af því að maður hefur heyrt af því að framboðin séu að beina því til fólks að skrá sig í þessa panela til þess að vera með og af því að niðurstöðurnar úr könnunum geta hjálpað þeim að koma sér í umræðuna,“ segir hann. Maskína vísar þeim erindum frá þar sem hætta sé að könnunarhópurinn verði einsleitari ef fólk getur skráð sig sjálft í hann. Hópurinn endurspegli þá ekki nægilega þjóðina sem skekki niðurstöðurnar. „Þú getur verið með tíu þúsund svör úr skökku úrtaki sem er þá bara verra en þúsund svör úr öðru úrtaki þar sem þú ert með alla hópa.“ *Vísir birtir kannanir fyrir forsetakosningarnar í samstarfi við Maskínu.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Fleiri fréttir Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Sjá meira
Svakalegt að sjá fylgisaukningu Höllu Hrundar Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum. 27. apríl 2024 23:27