Foreldrar stúlku sem lést úr Covid-19 fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana ætla að stefna íslenska ríkinu. Þrátt fyrir að óháður sérfræðingur telji lækni hafa sýnt af sér vanrækslu í málinu telur landlæknir að brestum í kerfislægum og mannlegum þáttum sé um að kenna. Fyrir rúmum tveimur árum eða þann 7. mars árið 2022 lést Berglind Björg tveggja ára stúlka eftir að hafa fengið Covid-19. Foreldrar hennar þau Petra Bergrún Axelsdóttir og Arnar Þór Ómarsson gagnrýndu eftir andlátið þá læknisþjónustu sem hún fékk. Fjölskyldan bjó á Þórshöfn á Langanesi og sögðu foreldrarnir þá heilbrigðisþjónustu sem margir úti á landi búa við óásættanlega, sér í lagi í minni sveitarfélögum. Hjónin fluttu eftir andlát Berglindar til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Viðtal við þau Petru og Arnar úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau sendu í framhaldi kvörtun til landlæknis vegna málsins en í áliti landlæknis sem þau hafa nú fengið er farið ítarlega yfir málið. Sunnudaginn 6. mars 2022 var Berglind lasin með kvef og hálsbólgu. Þegar líða tók á daginn fór henni að versna og hringdu foreldrarnir í Læknavaktina til að fá aðstoð þegar klukkan var að verða hálf níu um kvöldið. „Við erum farin að sjá að hún á erfitt með að draga andann eða erfiðar pínu við það.“ segir Arnar Þór. Þeim var ráðlagt að fara meðal annars með hana út við glugga en þegar það virkaði ekki höfðu þau aftur samband. Petra Bergrún og Arnar Þór segja Berglindi þeim ofarlega í huga alla daga. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingurinn bara með hlustunarpípu Eftir símtöl við Læknavaktina var þeim gefið samband við eina lækninnn á svæðinu sem var á Kópaskeri eða í rúmlega sjötíu kílómetra fjarlægð. Hann sendi hjúkrunafræðing til að skoða Berglindi en hann var staðsettur á dvalarheimilinu á Þórshöfn. „Hún veit að hún er að koma og skoða tveggja ára barn en kemur bara með hlustunarpípu. Hún er ekki með súrefnismettunarmæli fyrir barn og stoppar stutt og segir bara að við eigum að gefa henni Nezeril og hitalækkandi og þetta sé ekkert í lungunum. Þetta sé bara í nefinu á henni. Hún fer svo bara og það slekkur í áhyggjum hjá okkur. Við treystum manneskjunni fyrir því sem hún var að segja. Fimm tímum seinna fer hún í öndurstopp og ég er að berjast við að blása í hana lífi og hnoða hana og hún deyr bara,“ segir Arnar Afrit af samtali hjónanna við lækninn. Í áliti landlæknis má lesa samtöl hjónanna við starfsfólk Læknavaktarinnar svo og lækninn en þar kemur skýrt fram að þau höfðu áhyggjur af því að Berglind ætti erfitt með að anda. „Það koma þrjú símtöl í 1700. Þú talar við lækninn fyrir utan það og við marg segjum það við hjúkrunarfræðinginn. Ég hef ekki töluna á því hvað við nefnum þetta oft að hún eigi erfitt með andardrátt,“ segir Petra og vísar þar í samtal Arnars við lækninn. Myndband sýndi líðan Berglindar stuttu fyrir andlátið Skömmu áður en hjúkrunarfræðingurinn kom tóku þau myndband af Berglindi. Landlæknir skoðaði það þegar verið var að fara yfir málið. „Við náttúrulega höfðum ekki þekkinguna til þess að sjá það á þessu myndbandi en þegar að landlæknir skoðaði myndbandið þá sér hún greinilega að hún er að nota hjálparvöða til að ná að draga andann og þetta myndband er tekið þegar hjúkrunarfræðingurinn er á leiðinni til okkar,“ segir Arnar. Ekki kom til tals að læknirinn yrði viðstaddur skoðun hjúkrunarfræðings í gegnum síma eða að myndsímtal yrði nýtt svo hann sæi Berglindi. Þá sá læknirinn heldur ekki myndbandið. Niðurstaða óháðs læknis vanræksla og mistök Landlæknir fékk meðal annars óháða sérfræðinga til að fara yfir málið. Einn þeirra er læknir og taldi hann margt betur hafa mátt fara. Þannig hafi læknirinn á Kópaskeri gert mistök við greiningu og mat á ástandi barnsins og ekki tekið lýsingar foreldra á ástandinu alvarlega. Þá hafi skoðun hjúkrunarfræðingsins verið ábótavant. Niðurstaða óháða læknisins var sú að læknirinn hafi sýnt af sér vanrækslu og gert mistök. Landlæknir komst ekki að sömu niðurstöðu. Hann telur það ekki hafa verið lækninum um að kenna hvernig fór fremur en öðrum. Þannig hafi verið um að ræða samverkandi bresti í kerfislægum og mannlegum þáttum í veitingu heilbrigðisþjónustu til handa Berglindi. Berglind Björg var að sögn foreldranna alltaf hress og kát. Þau Petra og Arnar sendu kvörtunina til landlæknis meðal annars til að fá svör en segja svörin sem þau fengu ekki nógu skýr. „Loðin svör en samt sem áður setur landlæknir kröfu á heilsugæsluna á Þórshöfn og 1700 um breytt verklag og þeir eiga meira að segja að sýna fram á það að þeir séu búnir að þessu eftir tvo mánuði en samt sem áður gerði enginn neitt rangt,“ segir Arnar og heldur áfram. „Þá er það bara einhvern veginn allt í lagi þó það hafi dáið barn af því að kerfið brást.“ Þau segja erfitt að hugsa til þess að ef þau hefðu búið annars staðar hefði Berglind líklega fengið betri læknisþjónustu. „Sorlegt til þess að vita ef það hefði verið barn hér á Akureyri í nákvæmlega sömu stöðu á nákvæmlega sama tíma þá hefði þau getað bara leitað hér á spítalann og fengið bara fullkomna þjónustu og við þarna treystum á þetta sem okkar bráðamóttöku en læknirinn kemur ekki einu sinni á staðinn,“ segir Petra Berglind Björg hvílir í kirkjugarðinum á Akureyri en fjölskyldan býr nú þar.Vísir/Ívar Fannar Eftir að hafa fengið álit landlæknis í hendurnar sendu þau ríkislögmanni bréf þar sem óskað var eftir afstöðu íslenska ríkisins til bótaskyldu í tengslum við andlát Berglindar. Í svari sem þau fengu fyrir stuttu var því hafnað að ríkið væri bótaskylt. Foreldrar Petru misstu dóttur sína og systur Petru sem líka hét Berglind árið 1977 eftir veikindi á Þórshöfn. Hún reyndist með sprunginn botnlanga og var þá líkt og nú upplifun þeirra að ekki hafi verið hlustað á foreldrana. Arnar og Petra vilja því fara lengra með mál Berglindar til að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Þau ætla því að stefna ríkinu og vilja það viðurkenni bótaskyldu og axli ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem Berglind fékk. „Viðurkenningu á að það áttu sér einhver mistök þarna stað,“ segir Arnar. „Það er allavega komin birta í lífið“ Fyrir þremur mánuðum eignuðust þau dóttur en fyrir áttu þau þrjá stráka. Litla stelpan fékk nafnið Móey Birta. „Ekki það að það komi neinn í staðin fyrir Berglindi en það fyllti rosalega upp í skarð sem var búið að höggva þarna,“ segir Petra um þýðingu þess að fá Móeyju Birtu inn í líf þeirra. Þau Petra og Arnar eignuðust fyrir þremur mánuðum dóttur. Vísir/Ívar Fannar Þau segja Berglindi vera ofarlega í huga þeirra alla daga en þrátt fyrir erfiðleikana líta þau framtíðina björtum augum. „Það er allavega komin birta í lífið okkar,“ segir Petra. Arnar tekur í sama streng. „Maður verður bara að vera glaður. Ég tek Berglindi til fyrirmyndar þar. Hún var alltaf hress og kát og það er það sem að hefur borið mig í gegnum þetta.“ Hann reynir að lifa lífinu í hennar anda. „Hún er bara mín fyrirmynd í dag og ég reyni bara alltaf að vera hress og kátur og glaður og hafa gaman af lífinu.“ Heilbrigðismál Byggðamál Langanesbyggð Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Fyrir rúmum tveimur árum eða þann 7. mars árið 2022 lést Berglind Björg tveggja ára stúlka eftir að hafa fengið Covid-19. Foreldrar hennar þau Petra Bergrún Axelsdóttir og Arnar Þór Ómarsson gagnrýndu eftir andlátið þá læknisþjónustu sem hún fékk. Fjölskyldan bjó á Þórshöfn á Langanesi og sögðu foreldrarnir þá heilbrigðisþjónustu sem margir úti á landi búa við óásættanlega, sér í lagi í minni sveitarfélögum. Hjónin fluttu eftir andlát Berglindar til Akureyrar og hafa búið þar síðan. Viðtal við þau Petru og Arnar úr Íslandi í dag má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau sendu í framhaldi kvörtun til landlæknis vegna málsins en í áliti landlæknis sem þau hafa nú fengið er farið ítarlega yfir málið. Sunnudaginn 6. mars 2022 var Berglind lasin með kvef og hálsbólgu. Þegar líða tók á daginn fór henni að versna og hringdu foreldrarnir í Læknavaktina til að fá aðstoð þegar klukkan var að verða hálf níu um kvöldið. „Við erum farin að sjá að hún á erfitt með að draga andann eða erfiðar pínu við það.“ segir Arnar Þór. Þeim var ráðlagt að fara meðal annars með hana út við glugga en þegar það virkaði ekki höfðu þau aftur samband. Petra Bergrún og Arnar Þór segja Berglindi þeim ofarlega í huga alla daga. Vísir/Arnar Hjúkrunarfræðingurinn bara með hlustunarpípu Eftir símtöl við Læknavaktina var þeim gefið samband við eina lækninnn á svæðinu sem var á Kópaskeri eða í rúmlega sjötíu kílómetra fjarlægð. Hann sendi hjúkrunafræðing til að skoða Berglindi en hann var staðsettur á dvalarheimilinu á Þórshöfn. „Hún veit að hún er að koma og skoða tveggja ára barn en kemur bara með hlustunarpípu. Hún er ekki með súrefnismettunarmæli fyrir barn og stoppar stutt og segir bara að við eigum að gefa henni Nezeril og hitalækkandi og þetta sé ekkert í lungunum. Þetta sé bara í nefinu á henni. Hún fer svo bara og það slekkur í áhyggjum hjá okkur. Við treystum manneskjunni fyrir því sem hún var að segja. Fimm tímum seinna fer hún í öndurstopp og ég er að berjast við að blása í hana lífi og hnoða hana og hún deyr bara,“ segir Arnar Afrit af samtali hjónanna við lækninn. Í áliti landlæknis má lesa samtöl hjónanna við starfsfólk Læknavaktarinnar svo og lækninn en þar kemur skýrt fram að þau höfðu áhyggjur af því að Berglind ætti erfitt með að anda. „Það koma þrjú símtöl í 1700. Þú talar við lækninn fyrir utan það og við marg segjum það við hjúkrunarfræðinginn. Ég hef ekki töluna á því hvað við nefnum þetta oft að hún eigi erfitt með andardrátt,“ segir Petra og vísar þar í samtal Arnars við lækninn. Myndband sýndi líðan Berglindar stuttu fyrir andlátið Skömmu áður en hjúkrunarfræðingurinn kom tóku þau myndband af Berglindi. Landlæknir skoðaði það þegar verið var að fara yfir málið. „Við náttúrulega höfðum ekki þekkinguna til þess að sjá það á þessu myndbandi en þegar að landlæknir skoðaði myndbandið þá sér hún greinilega að hún er að nota hjálparvöða til að ná að draga andann og þetta myndband er tekið þegar hjúkrunarfræðingurinn er á leiðinni til okkar,“ segir Arnar. Ekki kom til tals að læknirinn yrði viðstaddur skoðun hjúkrunarfræðings í gegnum síma eða að myndsímtal yrði nýtt svo hann sæi Berglindi. Þá sá læknirinn heldur ekki myndbandið. Niðurstaða óháðs læknis vanræksla og mistök Landlæknir fékk meðal annars óháða sérfræðinga til að fara yfir málið. Einn þeirra er læknir og taldi hann margt betur hafa mátt fara. Þannig hafi læknirinn á Kópaskeri gert mistök við greiningu og mat á ástandi barnsins og ekki tekið lýsingar foreldra á ástandinu alvarlega. Þá hafi skoðun hjúkrunarfræðingsins verið ábótavant. Niðurstaða óháða læknisins var sú að læknirinn hafi sýnt af sér vanrækslu og gert mistök. Landlæknir komst ekki að sömu niðurstöðu. Hann telur það ekki hafa verið lækninum um að kenna hvernig fór fremur en öðrum. Þannig hafi verið um að ræða samverkandi bresti í kerfislægum og mannlegum þáttum í veitingu heilbrigðisþjónustu til handa Berglindi. Berglind Björg var að sögn foreldranna alltaf hress og kát. Þau Petra og Arnar sendu kvörtunina til landlæknis meðal annars til að fá svör en segja svörin sem þau fengu ekki nógu skýr. „Loðin svör en samt sem áður setur landlæknir kröfu á heilsugæsluna á Þórshöfn og 1700 um breytt verklag og þeir eiga meira að segja að sýna fram á það að þeir séu búnir að þessu eftir tvo mánuði en samt sem áður gerði enginn neitt rangt,“ segir Arnar og heldur áfram. „Þá er það bara einhvern veginn allt í lagi þó það hafi dáið barn af því að kerfið brást.“ Þau segja erfitt að hugsa til þess að ef þau hefðu búið annars staðar hefði Berglind líklega fengið betri læknisþjónustu. „Sorlegt til þess að vita ef það hefði verið barn hér á Akureyri í nákvæmlega sömu stöðu á nákvæmlega sama tíma þá hefði þau getað bara leitað hér á spítalann og fengið bara fullkomna þjónustu og við þarna treystum á þetta sem okkar bráðamóttöku en læknirinn kemur ekki einu sinni á staðinn,“ segir Petra Berglind Björg hvílir í kirkjugarðinum á Akureyri en fjölskyldan býr nú þar.Vísir/Ívar Fannar Eftir að hafa fengið álit landlæknis í hendurnar sendu þau ríkislögmanni bréf þar sem óskað var eftir afstöðu íslenska ríkisins til bótaskyldu í tengslum við andlát Berglindar. Í svari sem þau fengu fyrir stuttu var því hafnað að ríkið væri bótaskylt. Foreldrar Petru misstu dóttur sína og systur Petru sem líka hét Berglind árið 1977 eftir veikindi á Þórshöfn. Hún reyndist með sprunginn botnlanga og var þá líkt og nú upplifun þeirra að ekki hafi verið hlustað á foreldrana. Arnar og Petra vilja því fara lengra með mál Berglindar til að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Þau ætla því að stefna ríkinu og vilja það viðurkenni bótaskyldu og axli ábyrgð á þeirri læknisþjónustu sem Berglind fékk. „Viðurkenningu á að það áttu sér einhver mistök þarna stað,“ segir Arnar. „Það er allavega komin birta í lífið“ Fyrir þremur mánuðum eignuðust þau dóttur en fyrir áttu þau þrjá stráka. Litla stelpan fékk nafnið Móey Birta. „Ekki það að það komi neinn í staðin fyrir Berglindi en það fyllti rosalega upp í skarð sem var búið að höggva þarna,“ segir Petra um þýðingu þess að fá Móeyju Birtu inn í líf þeirra. Þau Petra og Arnar eignuðust fyrir þremur mánuðum dóttur. Vísir/Ívar Fannar Þau segja Berglindi vera ofarlega í huga þeirra alla daga en þrátt fyrir erfiðleikana líta þau framtíðina björtum augum. „Það er allavega komin birta í lífið okkar,“ segir Petra. Arnar tekur í sama streng. „Maður verður bara að vera glaður. Ég tek Berglindi til fyrirmyndar þar. Hún var alltaf hress og kát og það er það sem að hefur borið mig í gegnum þetta.“ Hann reynir að lifa lífinu í hennar anda. „Hún er bara mín fyrirmynd í dag og ég reyni bara alltaf að vera hress og kátur og glaður og hafa gaman af lífinu.“
Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. 20. mars 2022 22:00