Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 14:01 Southgate á HM í Katar 2022. Marc Atkins/Getty Images Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið. Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62). EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Southgate hefur farið sínar eigin leiðir síðan hann tók við enska landsliðinu fyrir HM 2018 í Rússlandi en heldur þó alltaf nær tryggð við þá leikmenn sem hafa staðið sig vel undir hans stjórn. Það var því talið næsta öruggt að Jordan Henderson, leikmaður Ajax, yrði valinn þrátt fyrir að vera orðinn 34 ára og hafa spilað illa í bæði Hollandi og Sádi-Arabíu þar á undan. Henderson var á endanum ekki í hópnum og sömu sögu er að segja af Marcus Rashford, framherja Manchester United. „Þú þarft alltaf reynslu, þarft samheldni í hópnum en þetta opnar dyrnar fyrir unga leikmenn sem hafa verið að standa sig vel,“ sagði Southgate meðal annars í ítarlegu viðtali við Sky Sports eftir að hópurinn var tilkynntur. Af þeim 33 leikmönnum sem voru valdir eru sumir sem vekja meiri athygli en aðrir. Þar má nefna Curtis Jones, Harrell Quansah (báðir Liverpool), Adam Wharton (Crystal Palace), Jarrad Branthwaite (Everton) og markvörðurinn James Trafford (Burnley). Sá síðastnefndi var kominn á varamannabekkinn undir lok leiktíðar að því ógleymdu að Burnley féll og leikur í B-deildinni á næstu leiktíð. Trafford hefur þó spilað vel með yngri landsliðum Englands og virðist það vera ástæðan fyrir liðsvalinu. Það og að England á einfaldlega ekki það marga markverði í hæsta gæðaflokki. Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford) „Þetta er einfalt og ég nota alltaf sömu ummælin sem Arsene Wenger sagði á sínum tíma, hann er klár maður - mun klárari en ég. Wenger sagði við mig að maður ætti að stjórna hlutunum eins og maður yrði í því starfi að eilífu en gæti samt sem áður verið rekinn á morgun. Þannig reyni ég að vinna mína vinnu,“ sagði Southgate um valið á ungu leikmönnunum. „Þetta gefur ungum leikmönnum tækifæri að vera með enska landsliðinu, sumir þeirra komast kannski í hópinn nú og aðrir mögulega síðar,“ bætti hann við. Þá vakti sérstaka athygli að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw er í hópnum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í þrjá mánuði. „Þetta var erfið ákvörðun að taka. Það er hægt að taka eitt spurningamerki með en aðeins ef hann getur verið klár fyrir útsláttarkeppnina. Þegar þar að kemur er kominn langur tími síðan hann spilaði síðast svo ég held að við þurfum eflaust að sjá hann spila fyrir það,“ sagði Southgate um stöðuna á Shaw. Í viðtalinu við Sky Sports fer Southgate um víðan völl og ræðir meðal annars stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Harry Kane. Sá var meiddur undir lok tímabils en ætti að vera klár þegar landsliðhópurinn kemur saman. Þá bætti hann við að þegar á hólminn yrði komið yrði England með reynslumikið lið og flestir leikmanna þess væru að fara á sitt þriðja stórmót. Að því sögðu hefur það vakið mikla athygli að Harry Maguire, miðvörður liðsins, er þriðji markahæsti leikmaður þess með 7 mörk á eftir Bukayo Saka (11) og Kane (62).
Markverðir Jordan Pickford (Everton) Dean Henderson (Crystal Palace) Aaron Ramsdale (Arsenal) James Trafford (Burnley) Varnarmenn Kyle Walker (Manchester City) Harry Maguire (Manchester United) John Stones (Man City) Kieran Trippier (Newcastle United) Luke Shaw (Man United) Joe Gomez (Liverpool) Jarrad Branthwaite (Everton) Lewis Dunk (Brighton) Marc Guehi (Crystal Palace) Ezri Konsa (Aston Villa) Jarell Quansah (Liverpool) Miðjumenn Declan Rice (Arsenal) Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Conor Gallagher (Chelsea) Curtis Jones (Liverpool) Kobbie Mainoo (Man United) Adam Wharton (Crystal Palace) Framherjar Harry Kane (Bayern München) Jude Bellingham, (Real Madríd) Phil Foden (Man City) Bukayo Saka (Arsenal) Jack Grealish (Man City) Jarrod Bowen (West Ham) Ollie Watkins (Aston Villa) Eberechi Eze (Crystal Palace) Anthony Gordon (Newcastle) James Maddison (Tottenham) Cole Palmer (Chelsea) Ivan Toney (Brentford)
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira