„Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins 10. júní 2024 10:00 Jokka vill höfða til manngæsku í nýju átaki Snigla. „Við erum alltaf að skamma fólk, „Hættu í símanum! Ekki drepa mig!“ Okkur langar að breyta þessu og höfða til kærleikans. Við erum öll manneskjur á ólíkum farartækjum og viljum bara fá að koma heil heim eins og allir,“ segir Jokka, sem er í stjórn Snigla Bifhjólasamtaka lýðveldisins, en í nýrri herferð samtakanna á Tiktok biður mótorhjólafólk bílstjóra í umferðinn um að passa það. Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga. Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Sniglar Bifhjólasamtök lýðveldisins eru ein þeirra sem taka þátt í átakinu. Fyrirmyndin að herferð Snigla er Tiktok trend sem kallast Adopt a Biker, og gengur út á að bílstjórar sem sjá hjólafólk í umferðinni „taki það að sér" og passi það. Skipti jafnvel um akreinar til að vera á eftir hjólamanneskjunni og halda bilinu svo það verði ekki keyrt aftan á það. „Við snöruðum þessu yfir á íslensku, „Viltu passa mig?“ en það er barnslega einlægt að biðja einhvern um að passa sig og höfðar til manngæsku í fólki. Ef vinkona mín segir til dæmis „æi viltu passa mig í kvöld“ á djamminu þá er ég alltaf með varann á mér með hana. Við vitum vel að ef einhver biður mann um að passa sig þá er maður með augun á viðkomandi.“ Klippa: „Viltu passa mig?“ Sniglar höfða til kærleikans í umferðinni Ökumenn oft ómeðvitaðir um minni farartæki „Við viljum að umferðin sé meðvituð um hjólafólk, líka vespur, rafhjól, hlaupahjól og auðvitað gangandi vegfarendur en við Sniglar einblínum auðvitað sem mest á okkar fólk. Mótorhjól eru lítil, snögg upp í hraða og lendum við oft í því að ökumenn sjá okkur ekki og margir eru ómeðvitaðir um okkur því miður,“ segir Jokka. Líttu tvisvar Áminningin „Líttu tvisvar" sem hefur verið slagorð Snigla til margra ára á því alltaf við. „Líttu tvisvar“ er enn í fullu gildi og við höldum því svo sannarlega á lofti. „Sniglar eru 40 ára á þessu ári og af því tilefni er afmælisútgáfa á peysunum okkar og stendur aftan á þeim „Líttu tvisvar" með endurskini til að leggja enn meiri áherslu á það. Eins er hægt að fá límmiða í bíla sem á stendur „Sérðu mótorhjól, líttu tvisvar" og er hægt að fá svona límmiða gefins í Sniglaheimilinu ef fólk vill.“ Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Bylgjan, Vísir, Stöð 2 og Samgöngustofa standa nú fyrir átaki um að sýna ábyrgð í umferðinni. Góður hópur samstarfsaðila leggur átakinu lið; F.Í.B, Hopp, Hreyfill, Höldur Bílaleiga Akureyrar, Sniglar - Bifhjólasamtök lýðveldisins og Steypustöðin. Tökum höndum saman og sýnum ábyrgð í umferðinni alla daga.
Umferð Umferðaröryggi Umferðarátak 2024 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira