Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Úrval Útsýn 21. janúar 2026 09:04 Meðal fjölmargra spennandi sérferða Úrvals Útsýnar í vetur eru ferðir til Dubai og Óman, Japans og Egyptalands. Hér má sjá yfir borgina Dubai sem er einstök borg heim að sækja. Úrval Útsýn býður upp á fjölmargar spennandi ævintýraferðir í vetur og í vor. Meðal þeirra eru ferðir til Óman og Dubai í febrúar, til Japans í mars og til Egyptalands í maí. Allar þrjár ferðirnar hafa fengið góðar viðtökur meðal landsmanna og því þurfa áhugasamir að bregðast skjótt við til að tryggja sér pláss. Fararstjóri í ferðunum er Kristján Steinsson sem er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar. Hann hefur unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár og hefur háskólapróf í ferðamálafræði og er menntaður leiðsögumaður. Kristján Steinsson er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar. Hann mun stýra ferðunum til Japans, Egyptalands og til Dubai og Óman. „Það er óvenju mikið framboð af spennandi sérferðum hjá Úrval Útsýn þennan veturinn og þessar þrjár ferðir eru með þeim flottari,“ segir Kristján. „Þar má finna eitthvað við allra hæfi, svo sem stórbrotna náttúru, iðandi stórborgarlíf, merkar fornminjar, ævaforna sögu og framandi matargerð. Það er lítið mál að finna draumaferðina með Úrval Útsýn.“ Það er mikil upplifun að heimsækja Dubai. Upplifun, slökun og ný sýn á heiminn í sömu ferðinni Það er óhætt að segja að ferð til Óman og Dubai skapi minningar út ævina. Í þessari ferð upplifa farþegar sannan anda Mið-Austurlanda, ríka menningararfleifð og stórbrotna náttúra í ógleymanlegri ferð. „Við byrjum í Óman þar sem við skoðum m.a. stórkostlegar moskur, fornar hallir og líflega souq-markaði í höfuðborginni Muscat. Einnig heimsækjum við fallega og grösuga fjalladali, kælum okkur í tærum laugarholum, upplifum sandöldurnar í Wadi Shab eyðimörkinni og skoðum Bimmah Sinkhole sem ótrúlega fallegur kalksteinsgígur fullur af sjó.“ Bimmah Sinkhole er fallegur kalksteinsgígur fullur af sjó. Í eyðimörkinni fá farþegar að upplifa einstakt sólsetur og dúnmjúkar sandöldur áður en hópurinn snýr til Muscat. „Næsta ævintýri á dagskrá er ógleymanleg snorklferð kringum Dimaniyat eyjar en eyjaklasinn er friðlýst náttúruverndarsvæði sem er þekkt fyrir kristaltæran sjó, falleg kóralrif og fjölbreytt og litríkt sjávarlíf.“ Ferðin heldur svo áfram til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem módernismi, skýjakljúfar og lúxus blandast við eyðimerkurævintýri og einstaka matarmenningu. „Dubai er einstakur staður til að heimsækja og borg sem á sér enga líka,“ segir Kristján. „Þar hafa ferðamálayfirvöld sett sér það metnaðarfulla markmið að gera borgina bæði þá bestu til að búa í og einnig þá bestu til að heimsækja fyrir árið 2033.“ Hópurinn fer í skoðunarferð um Dubai og farið verður í eyðimerkursafarí. Síðasta kvöldið fer hópurinn í siglingu á hefðbundnum arabískum Dhow-bát í Dubai Marina þar sem boðið verður upp á hlaðborð með alþjóðlegum réttum, lifandi tónlist og stórkostlegt útsýni yfir borgina. „Hópurinn fær einnig frjálsan tíma í Dubai og þá er m.a. hægt að heimsækja Burj Khalifa sem er hæsta bygging heims, hinn litríka Miracle Garden og Dubai Mall sem býður upp á rúmlega 1.200 verslanir, lúxus veitingastaði og sædýrasafn. Gamli borgarhlutinn er líka heillandi og borgin býður upp á ótrúlega mikið úrval góðra veitingastaða í öllum verðflokkum.“ Markaðirnir í Óman eru litríkir og spennandi. Hvort sem þú leitar að upplifun, slökun eða nýrri sýn á heiminn, þá er þessi ferð sannkallað ferðalag í tíma og rúmi. Ferðin til Óman og Dubai hefst 27. febrúar og lýkur 10. mars Búddahofið Kinkaku-ji í Kyoto er oft kallað Gullni skálinn. Ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif Það er eitthvað ótrúlega heillandi við Japan enda land þar sem háþróaður nútími, stórbrotin saga og ævafornar hefðir fléttast saman á einstakan hátt. Úrval Útsýn býður upp á 17 daga ferð til Japans þann 16. mars en vorið er einstakur tími til að heimsækja landið en þá eru kirsuberjatrén einmitt í blóma. „Fyrstu dögunum eyðum við í höfuðborginni Tókýó og í bænum Hakone sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem vilja virða fyrir sér fjallið Mt. Fuji. Tókýó er ein stærsta og fjölmennasta borg heims og býður upp á ótrúlega litríkt mannlíf. Þar kynnumst við m.a. Harajuku sem er líflegt hverfi sem er þekkt fyrir framsækna tísku og götumatarbása. Við skoðum Meiji helgidóminn sem er andlegt athvarf umvafið gróðursælum skógarlundi í hjarta borgarinnar og göngum yfir hina frægu Shibuya Scramble Crossing gangbraut sem er eitt þekktasta tákn líflegs borgarlífs í Tókýó.“ Í Tókýó heimsækir hópurinn líka Shibuya Scramble Square sem er nýlegur útsýnispallur með stórkostlegu 360° útsýni yfir borgina. „Svo kíkjum við á elsta búddistahof borgarinnar, göngum eftir Nakamise verslunargötunni og heimsækjum Ginza sem er eitt dýrasta og glæsilegasta lúxus borgarhverfi heims.“ Shibuya Scramble Crossing gangbrautin sem er eitt þekktasta tákn líflegs borgarlífs í Tókýó. Frá bænum Hakone er stórkostlegt útsýni til Fuji-fjalls þegar veður leyfir. „Þar ætlum við að heimsækja Hakone helgidóminn við Ashi vatnið, kíkjum í Owakudani dalinn og tökum kláfferju yfir fjalllendi Hakone og endum síðan á bátsferð á Ashi vatni, þar sem útsýni til Fuji-fjalls glitrar við sjóndeildarhringinn ef himinninn er tær.“ Næst liggur leiðin áfram til Nikko þar sem gullmálaðir helgidómar og skógi vaxnir fjallstindar minna okkur á trú, vald og andagift fyrri alda. Fjallabærinn Nagano er þekktur fyrir vetraríþróttir og fallega fjallasýn en þar er einmitt næsti gististaður hópsins. „Daginn eftir er stefnan sett á Jigokudani þar sem hópurinn skoðar snjóapa baða sig í hverum, umvafðir kyrrð og gufu. Þorpið Shirakawa-go er heimsótt en það er á heimsminjaskrá UNESCO. Um kvöldið er gist í Takayama sem er borg sem varðveitir andrúmsloft gamla Japans.“ Hressi snjóapar baða sig í hverunum. Gamla borgin Takayama er skoðuð betur næsta dag en svo er keyrt suður á bóginn til Himeji. „Þar gistum við næstu nótt og skoðum m.a. hinn tilkomumikla Himeji kastala sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Seinna um daginn tökum við hraðlest til Hiroshima þar sem við gistum næstu tvær nætur. Eyjan Miyajima er heimsótt, við kíkjum á Friðarminjasafnið og njótum ljúffengra rétta heimamanna.“ Næstu tvær nætur gistir hópurinn í Kyoto sem er fyrrum höfuðborg landsins og m.a. þekkt fyrir fallega garða og hof en mörg þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO. „Við heimsækjum m.a. gyllta hofið, Arashiyama bambusskóginn og Kiyomizu-dera sem er stórbrotið búddistahof. Nishiki markaðurinn er heimsóttur en hann iðar að lífi.“ Næstu tvær gistinætur eru í Osaka en þá daga heimsækir hópurinn m.a. Fushimi Inari musterið og Todaiji hofið sem er eitt stærsta hof heims. „Í Osaka kynnumst við líka hinu líflega Dotonbori hverfi og Umeda Sky byggingunni en svo fá ferðalangar frjálsan tíma í Shinsaibashi eða Namba, tveimur af mest spennandi verslunarhverfum borgarinnar. Daginn eftir er haldið til Tókýó þar sem hægt er að nýta síðdegið og kvöldið til að slaka á.“ Næst síðasta dag ferðarinnar heimsækir hópurinn sögufræga strandbæinn Kamakura, Tsurugaoka Hachimangu helgidóminn en í Komachi stræti gefst tími til að smakka götumat, kaupa handverk og skoða litlar verslanir. Gist er í Tókýó síðustu nóttina. Á lokadegi ferðarinnar heimsækir hópurinn Akihabara sem er miðstöð rafeindatækni og anime menningar. „Þar er hægt að gera síðustu innkaupin eða njóta stemningarinnar. Um kvöldið höldum við út á Narita flugvöll þar sem við kveðjum Japan eftir ógleymanlega ferð.“ Japan er land þar sem gestir finna fyrir hjartanlegri gestrisni, djúpum rótum hefðar og óþrjótandi forvitni um framtíðina, sannkölluð ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif. Ferðin til Japans hefst 16. mars og lýkur 1. apríl. Það er mikið ævintýri að sigla niður Níl. Hér má sjá Abu Simbel musterið. Þar sem undur fortíðar og lúxus mætast Ferð til Egyptalands svíkur engan enda land sem sameinar söguleg undur, dýrmætan menningararf og náttúrufegurð af bestu gerð. Úrval Útsýn býður upp á 14 daga ferð til Egyptalands 14. maí. Ferðalagið hefst í Kaíró, höfuðborg landsins, áður en flogið er til Aswan þar sem stigið er um borð í glæsilega fimm stjörnu Nílarskútu þar sem gist verður í þrjár næstur. „Meðal þess sem hópurinn fær að upplifa í siglingunni niður Níl er Háa stíflan sem var reist til að stjórna vatnsflæði Nílar, binda enda á árstíðabundin flóð og þurrka, framleiða rafmagn og tryggja vatn til áveitu. Við heimsækjum Philae hofið, tvískiptu hofin í Kom Ombo og hið stórbrotna Hórusarhofið í Edfu sem er eitt best varðveitta musteri Egyptalands en veggir þess geyma miklar áletranir um trú, tungumál og daglegt líf forn-Egypta.“ Í Luxor bíða mikilfenglegar minjar að sögn Kristjáns. „Þar ætlum við að skoða Karnak hofið með sínum súluskógum, Konungadalinn með litríkum grafarmálverkum, glæsilegt minningarhof Hatshepsut og 18 metra háar Memnon risastyttur sem eru 18 metra háar og hafa staðið vörð í um 3.500 ár. Við endum svo á kvöldferð í Luxor hofinu og gistum um nóttina á hóteli á Luxor.“ Það er ógleymanleg stund að virða fyrir sér pýramídana og Sfinxinn.í Gísa eyðimörkinni. Daginn eftir er Konungadalurinn heimsóttur en hann er grafarstaður yfir 60 faraóa og æðstu embættismanna frá 16.-11. öld f.Kr. „Sama dag heimsækjum við einnig glæsilegt minningarhof Hatshepsut, einnar merkustu kvenna Egyptalands.“ Daginn eftir er haldið til Hurghada við Rauðahafið þar sem fimm stjörnu hótel bíður hópsins með lúxus og hvíld. Næstu dagar eru frjálsir til að njóta sólarinnar, synda í tærum sjónum, snorkla innan um kóralrif eða kanna líflegt mannlíf Hurghada. „Á ellefta degi er flogið aftur til Kaíró og hópurinn fær frjálsan dag í borginn. Daginn eftir skoðum við pýramídana miklu í Gíza og Sfinxinn. Því næst heimsækjum við Sakkara, heimili elsta píramída Egyptalands frá tíma Djosers um 2700 f.Kr. Á síðasta heila deginum í Kaíró skoðar hópurinn m.a. gamla borgarhlutann, litríkan Khan el-Khalili-basarinn og Egyptasafnið með fjársjóðum Tutankhamuns. Daginn eftir er flogið heim.“ Matgæðingar ættu að heimsækja einn af mörgum kryddmörkuðum Egyptalands. Þessi ferð býður upp á óvenjulega blöndu af fornri arfleifð, líflegri menningu og slökun þar sem hver dagur færir nýtt ævintýri og minningar sem endast um ókomin ár. Ferðin til Egyptalands hefst 14. maí og lýkur 27. maí. Ferðalög Ferðaþjónusta Japan Egyptaland Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira
Fararstjóri í ferðunum er Kristján Steinsson sem er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar. Hann hefur unnið í ferðabransanum í yfir 30 ár og hefur háskólapróf í ferðamálafræði og er menntaður leiðsögumaður. Kristján Steinsson er einn af reyndustu og vinsælustu fararstjórum Úrval Útsýnar. Hann mun stýra ferðunum til Japans, Egyptalands og til Dubai og Óman. „Það er óvenju mikið framboð af spennandi sérferðum hjá Úrval Útsýn þennan veturinn og þessar þrjár ferðir eru með þeim flottari,“ segir Kristján. „Þar má finna eitthvað við allra hæfi, svo sem stórbrotna náttúru, iðandi stórborgarlíf, merkar fornminjar, ævaforna sögu og framandi matargerð. Það er lítið mál að finna draumaferðina með Úrval Útsýn.“ Það er mikil upplifun að heimsækja Dubai. Upplifun, slökun og ný sýn á heiminn í sömu ferðinni Það er óhætt að segja að ferð til Óman og Dubai skapi minningar út ævina. Í þessari ferð upplifa farþegar sannan anda Mið-Austurlanda, ríka menningararfleifð og stórbrotna náttúra í ógleymanlegri ferð. „Við byrjum í Óman þar sem við skoðum m.a. stórkostlegar moskur, fornar hallir og líflega souq-markaði í höfuðborginni Muscat. Einnig heimsækjum við fallega og grösuga fjalladali, kælum okkur í tærum laugarholum, upplifum sandöldurnar í Wadi Shab eyðimörkinni og skoðum Bimmah Sinkhole sem ótrúlega fallegur kalksteinsgígur fullur af sjó.“ Bimmah Sinkhole er fallegur kalksteinsgígur fullur af sjó. Í eyðimörkinni fá farþegar að upplifa einstakt sólsetur og dúnmjúkar sandöldur áður en hópurinn snýr til Muscat. „Næsta ævintýri á dagskrá er ógleymanleg snorklferð kringum Dimaniyat eyjar en eyjaklasinn er friðlýst náttúruverndarsvæði sem er þekkt fyrir kristaltæran sjó, falleg kóralrif og fjölbreytt og litríkt sjávarlíf.“ Ferðin heldur svo áfram til Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem módernismi, skýjakljúfar og lúxus blandast við eyðimerkurævintýri og einstaka matarmenningu. „Dubai er einstakur staður til að heimsækja og borg sem á sér enga líka,“ segir Kristján. „Þar hafa ferðamálayfirvöld sett sér það metnaðarfulla markmið að gera borgina bæði þá bestu til að búa í og einnig þá bestu til að heimsækja fyrir árið 2033.“ Hópurinn fer í skoðunarferð um Dubai og farið verður í eyðimerkursafarí. Síðasta kvöldið fer hópurinn í siglingu á hefðbundnum arabískum Dhow-bát í Dubai Marina þar sem boðið verður upp á hlaðborð með alþjóðlegum réttum, lifandi tónlist og stórkostlegt útsýni yfir borgina. „Hópurinn fær einnig frjálsan tíma í Dubai og þá er m.a. hægt að heimsækja Burj Khalifa sem er hæsta bygging heims, hinn litríka Miracle Garden og Dubai Mall sem býður upp á rúmlega 1.200 verslanir, lúxus veitingastaði og sædýrasafn. Gamli borgarhlutinn er líka heillandi og borgin býður upp á ótrúlega mikið úrval góðra veitingastaða í öllum verðflokkum.“ Markaðirnir í Óman eru litríkir og spennandi. Hvort sem þú leitar að upplifun, slökun eða nýrri sýn á heiminn, þá er þessi ferð sannkallað ferðalag í tíma og rúmi. Ferðin til Óman og Dubai hefst 27. febrúar og lýkur 10. mars Búddahofið Kinkaku-ji í Kyoto er oft kallað Gullni skálinn. Ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif Það er eitthvað ótrúlega heillandi við Japan enda land þar sem háþróaður nútími, stórbrotin saga og ævafornar hefðir fléttast saman á einstakan hátt. Úrval Útsýn býður upp á 17 daga ferð til Japans þann 16. mars en vorið er einstakur tími til að heimsækja landið en þá eru kirsuberjatrén einmitt í blóma. „Fyrstu dögunum eyðum við í höfuðborginni Tókýó og í bænum Hakone sem er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem vilja virða fyrir sér fjallið Mt. Fuji. Tókýó er ein stærsta og fjölmennasta borg heims og býður upp á ótrúlega litríkt mannlíf. Þar kynnumst við m.a. Harajuku sem er líflegt hverfi sem er þekkt fyrir framsækna tísku og götumatarbása. Við skoðum Meiji helgidóminn sem er andlegt athvarf umvafið gróðursælum skógarlundi í hjarta borgarinnar og göngum yfir hina frægu Shibuya Scramble Crossing gangbraut sem er eitt þekktasta tákn líflegs borgarlífs í Tókýó.“ Í Tókýó heimsækir hópurinn líka Shibuya Scramble Square sem er nýlegur útsýnispallur með stórkostlegu 360° útsýni yfir borgina. „Svo kíkjum við á elsta búddistahof borgarinnar, göngum eftir Nakamise verslunargötunni og heimsækjum Ginza sem er eitt dýrasta og glæsilegasta lúxus borgarhverfi heims.“ Shibuya Scramble Crossing gangbrautin sem er eitt þekktasta tákn líflegs borgarlífs í Tókýó. Frá bænum Hakone er stórkostlegt útsýni til Fuji-fjalls þegar veður leyfir. „Þar ætlum við að heimsækja Hakone helgidóminn við Ashi vatnið, kíkjum í Owakudani dalinn og tökum kláfferju yfir fjalllendi Hakone og endum síðan á bátsferð á Ashi vatni, þar sem útsýni til Fuji-fjalls glitrar við sjóndeildarhringinn ef himinninn er tær.“ Næst liggur leiðin áfram til Nikko þar sem gullmálaðir helgidómar og skógi vaxnir fjallstindar minna okkur á trú, vald og andagift fyrri alda. Fjallabærinn Nagano er þekktur fyrir vetraríþróttir og fallega fjallasýn en þar er einmitt næsti gististaður hópsins. „Daginn eftir er stefnan sett á Jigokudani þar sem hópurinn skoðar snjóapa baða sig í hverum, umvafðir kyrrð og gufu. Þorpið Shirakawa-go er heimsótt en það er á heimsminjaskrá UNESCO. Um kvöldið er gist í Takayama sem er borg sem varðveitir andrúmsloft gamla Japans.“ Hressi snjóapar baða sig í hverunum. Gamla borgin Takayama er skoðuð betur næsta dag en svo er keyrt suður á bóginn til Himeji. „Þar gistum við næstu nótt og skoðum m.a. hinn tilkomumikla Himeji kastala sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Seinna um daginn tökum við hraðlest til Hiroshima þar sem við gistum næstu tvær nætur. Eyjan Miyajima er heimsótt, við kíkjum á Friðarminjasafnið og njótum ljúffengra rétta heimamanna.“ Næstu tvær nætur gistir hópurinn í Kyoto sem er fyrrum höfuðborg landsins og m.a. þekkt fyrir fallega garða og hof en mörg þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO. „Við heimsækjum m.a. gyllta hofið, Arashiyama bambusskóginn og Kiyomizu-dera sem er stórbrotið búddistahof. Nishiki markaðurinn er heimsóttur en hann iðar að lífi.“ Næstu tvær gistinætur eru í Osaka en þá daga heimsækir hópurinn m.a. Fushimi Inari musterið og Todaiji hofið sem er eitt stærsta hof heims. „Í Osaka kynnumst við líka hinu líflega Dotonbori hverfi og Umeda Sky byggingunni en svo fá ferðalangar frjálsan tíma í Shinsaibashi eða Namba, tveimur af mest spennandi verslunarhverfum borgarinnar. Daginn eftir er haldið til Tókýó þar sem hægt er að nýta síðdegið og kvöldið til að slaka á.“ Næst síðasta dag ferðarinnar heimsækir hópurinn sögufræga strandbæinn Kamakura, Tsurugaoka Hachimangu helgidóminn en í Komachi stræti gefst tími til að smakka götumat, kaupa handverk og skoða litlar verslanir. Gist er í Tókýó síðustu nóttina. Á lokadegi ferðarinnar heimsækir hópurinn Akihabara sem er miðstöð rafeindatækni og anime menningar. „Þar er hægt að gera síðustu innkaupin eða njóta stemningarinnar. Um kvöldið höldum við út á Narita flugvöll þar sem við kveðjum Japan eftir ógleymanlega ferð.“ Japan er land þar sem gestir finna fyrir hjartanlegri gestrisni, djúpum rótum hefðar og óþrjótandi forvitni um framtíðina, sannkölluð ferð sem skilur eftir sig varanleg áhrif. Ferðin til Japans hefst 16. mars og lýkur 1. apríl. Það er mikið ævintýri að sigla niður Níl. Hér má sjá Abu Simbel musterið. Þar sem undur fortíðar og lúxus mætast Ferð til Egyptalands svíkur engan enda land sem sameinar söguleg undur, dýrmætan menningararf og náttúrufegurð af bestu gerð. Úrval Útsýn býður upp á 14 daga ferð til Egyptalands 14. maí. Ferðalagið hefst í Kaíró, höfuðborg landsins, áður en flogið er til Aswan þar sem stigið er um borð í glæsilega fimm stjörnu Nílarskútu þar sem gist verður í þrjár næstur. „Meðal þess sem hópurinn fær að upplifa í siglingunni niður Níl er Háa stíflan sem var reist til að stjórna vatnsflæði Nílar, binda enda á árstíðabundin flóð og þurrka, framleiða rafmagn og tryggja vatn til áveitu. Við heimsækjum Philae hofið, tvískiptu hofin í Kom Ombo og hið stórbrotna Hórusarhofið í Edfu sem er eitt best varðveitta musteri Egyptalands en veggir þess geyma miklar áletranir um trú, tungumál og daglegt líf forn-Egypta.“ Í Luxor bíða mikilfenglegar minjar að sögn Kristjáns. „Þar ætlum við að skoða Karnak hofið með sínum súluskógum, Konungadalinn með litríkum grafarmálverkum, glæsilegt minningarhof Hatshepsut og 18 metra háar Memnon risastyttur sem eru 18 metra háar og hafa staðið vörð í um 3.500 ár. Við endum svo á kvöldferð í Luxor hofinu og gistum um nóttina á hóteli á Luxor.“ Það er ógleymanleg stund að virða fyrir sér pýramídana og Sfinxinn.í Gísa eyðimörkinni. Daginn eftir er Konungadalurinn heimsóttur en hann er grafarstaður yfir 60 faraóa og æðstu embættismanna frá 16.-11. öld f.Kr. „Sama dag heimsækjum við einnig glæsilegt minningarhof Hatshepsut, einnar merkustu kvenna Egyptalands.“ Daginn eftir er haldið til Hurghada við Rauðahafið þar sem fimm stjörnu hótel bíður hópsins með lúxus og hvíld. Næstu dagar eru frjálsir til að njóta sólarinnar, synda í tærum sjónum, snorkla innan um kóralrif eða kanna líflegt mannlíf Hurghada. „Á ellefta degi er flogið aftur til Kaíró og hópurinn fær frjálsan dag í borginn. Daginn eftir skoðum við pýramídana miklu í Gíza og Sfinxinn. Því næst heimsækjum við Sakkara, heimili elsta píramída Egyptalands frá tíma Djosers um 2700 f.Kr. Á síðasta heila deginum í Kaíró skoðar hópurinn m.a. gamla borgarhlutann, litríkan Khan el-Khalili-basarinn og Egyptasafnið með fjársjóðum Tutankhamuns. Daginn eftir er flogið heim.“ Matgæðingar ættu að heimsækja einn af mörgum kryddmörkuðum Egyptalands. Þessi ferð býður upp á óvenjulega blöndu af fornri arfleifð, líflegri menningu og slökun þar sem hver dagur færir nýtt ævintýri og minningar sem endast um ókomin ár. Ferðin til Egyptalands hefst 14. maí og lýkur 27. maí.
Ferðalög Ferðaþjónusta Japan Egyptaland Óman Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Sjá meira