Þrjátíu og fimm kílómetrar í kjörstað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. maí 2024 13:52 Gerður Sigtryggsdóttir oddviti segir ákvörðunina lið í sparnaði. Vísir/Samsett Mývetningar eru margir hverjir afar ósáttir með tilætlaða framkvæmd forsetakosninga í Þingeyjarsveit. Aðeins einn kjörstaður verður í sveitinni og verður hann í Félagsheimilinu Breiðumýri nálægt Laugum. Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir, íbúi á svæðinu segir segir fólk ekki ánægt. „Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum. Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
„Það hefur náttúrlega alltaf verið hér hjá okkur í Skjólbrekku þar sem Skútustaðir eru sunnan við vatn. En núna þurfum við öll í sveitinni að fara niður í Reykjadal hjá Laugum. Þetta eru alveg rúmir þrjátíu kílómetru fyrir þau lengst í burtu að fara til að kjósa. Nú er náttúrlega búið að sameina sveitarfélagið og þetta er stórt svæði. Við hefðum frekar viljað hafa þrjár eða tvær stöðvar ekki bara eina,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Þingeyjarsveit varð til við sameiningu Ljósavatnshrepps, Bárðdælahrepps, Hálshrepps og Reykdælahrepps árið 2002 og svo bættist Aðaldælahreppur við nokkrum árum seinna. Í kjölfar sameiningar Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps árið 2021 varð sveitarfélagið það stærsta á Íslandi. Fyrir sameininguna hafði alltaf verið aðskildir kjörstaðir eftir hreppum. „Þetta er frekar leiðinlegt. Fólk er ekki sátt við að þurfa að fara svona langt. Við erum alveg hálftíma að keyra héðan. Maður hefði haldið að það ætti að vera hjá okkur í Mývatnssveit og svo niðri í Laugum fyrir fólkið þar í kring,“ segir Ragnheiður. „Fólk hér er mjög óánægt að þurfa að keyra alla leið niður eftir til að kjósa í fimm mínútur og fara svo heim aftur,“ bætir hún við. Liður í sparnaði Gerður Sigtryggsdóttir, oddviti Þingeyjarsveitar, segist ekkert kannast við óánægjuraddir innan sveitarfélagsins en segir að sveitarstjórn hafi talið það skynsamlegt að fara þessa leið í þessum fyrstu kosningum sameinaðrar Þingeyjarsveitar. „Ef að það verður mikil óánægja þá getur fólk alltaf beint þessari óánægju til sveitarstjórnar. Við höfum ekki heyrt neinar óánægjuraddir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Hún segir einnig að þetta sé liður í því að spara. Það kostar að sjálfsögðu meira að reka tvær kjörstjórnir heldur en eina og einnig er erfitt að afla mannskap fyrir kjörstaðina. Í Þingeyjarsveit búa rúmlega fjórtánhundruð manns. Gerður bendir þó á að hægt sé að kjósa utan kjörfundar bæði í Mývatnssveit og Laugum.
Þingeyjarsveit Forsetakosningar 2024 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira