Grayson Murray látinn aðeins þrjátíu ára Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2024 22:29 Grayson Murray að keppa fyrir sléttri viku síðan á PGA-mótaröðinni. David Cannon/Getty Bandaríski kylfingurinn Grayson Murray lést í morgun aðeins þrjátíu ára gamall. Dánarorsök Murray liggur ekki fyrir en hann hafði dregið sig úr keppni degi áður vegna veikinda. Yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, Jay Monahan, greindi frá andláti Murray í fréttatilkynningu fyrr í kvöld. Murray hafði verið að keppa um helgina í Charles Schwab-áskoruninni í Texas sem er hluti af PGA-mótaröðinni en dró sig úr leik eftir sextán holur vegna veikinda í gær. Efnilegur kylfingur en lítt þekktur Murray fæddis í Raleigh í Norður-Karólínu og var afar efnilegur kylfingur sem barn. Hann var efstur í sínum aldursflokki í Bandaríkjunum sem unglingur og vann þrjú ungmennamót Callaway Junior PGA-mótaraðarinnar frá 2006 til 2008. Murray gerðist atvinnumaður 2015 og vann tvö mót á PGA-mótaröðinni, þar á meðal Sony Open í Hawaii í janúar. Eftir þann sigur komst hann upp í 46. sæti heimslistans, það hæsta sem hann náði fyrr og síðar. Hann var í 58. sæti þegar hann lést. Murray var hins vegar lítt þekktur og vann það sér helst til frægðar að segja Rory McIlroy að fara til fjandans á miklum hitafundi eftir sameiningu PGA og LIV-mótaraðanna í fyrra. Andlát Golf Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Yfirmaður PGA-mótaraðarinnar, Jay Monahan, greindi frá andláti Murray í fréttatilkynningu fyrr í kvöld. Murray hafði verið að keppa um helgina í Charles Schwab-áskoruninni í Texas sem er hluti af PGA-mótaröðinni en dró sig úr leik eftir sextán holur vegna veikinda í gær. Efnilegur kylfingur en lítt þekktur Murray fæddis í Raleigh í Norður-Karólínu og var afar efnilegur kylfingur sem barn. Hann var efstur í sínum aldursflokki í Bandaríkjunum sem unglingur og vann þrjú ungmennamót Callaway Junior PGA-mótaraðarinnar frá 2006 til 2008. Murray gerðist atvinnumaður 2015 og vann tvö mót á PGA-mótaröðinni, þar á meðal Sony Open í Hawaii í janúar. Eftir þann sigur komst hann upp í 46. sæti heimslistans, það hæsta sem hann náði fyrr og síðar. Hann var í 58. sæti þegar hann lést. Murray var hins vegar lítt þekktur og vann það sér helst til frægðar að segja Rory McIlroy að fara til fjandans á miklum hitafundi eftir sameiningu PGA og LIV-mótaraðanna í fyrra.
Andlát Golf Mest lesið Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira