Myndi ekki syrgja brotthvarf neftóbaksins Bjarki Sigurðsson skrifar 27. maí 2024 10:00 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármálaráðherra. Vísir/Sigurjón Fjármálaráðherra segir það gleðitíðindi að sala á íslensku neftóbaki dragist saman. Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða. Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi. Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Í formála forstjóra ÁTVR í ársskýrslu verslunarinnar kemur fram að neftóbakssala haldi áfram að dragast saman og varar hann við að ef svo fer sem horfir sé það tímaspursmál hvenær framleiðslu þess verður hætt. Neftóbakið á sér sterkar rætur í íslenskri menningu. Eldri kynslóðirnar taka það í nefið á meðan þær yngri troða því upp í efri vörina á sér. Það er þó að draga úr vinsældum þess og nikótínpúðarnir að koma sterkir inn enda töluvert ódýrari en íslenska baggið. Eins og forstjóri ÁTVR orðar það, nikótínpúðarnir eru að taka yfir markaðinn. Klippa: Skoða þurfi hvort leggja eigi gjöld á nikótínpúða ÁTVR er undir fjármálaráðuneytinu og segir ráðherra það gleðiefni að sala neftóbaks sé að dragast saman. „Ég hef líka áhyggjur af því að þessi nikótínpúðanotkun hafi aukist svona stórkostlega. Ég hef verið að skoða það hvort það sé ekki eðlilegt að það sé skattlagt eða lögð einhver gjöld á þá á sama tíma og við erum sannarlega búin að hækka verulega gjöld á íslenska neftóbakið,“ segir Sigurður Ingi. Sigurður Ingi hefur í gegnum árin sjálfur tekið í nefið og vakti það mikla athygli árið 2021 þegar það sást til hans að fá sér í nefið í fréttum Ríkisútvarpsins. Sigurður Ingi var gripinn glóðvolgur við að fá sér í nefið í fréttatíma RÚV árið 2021.RÚV Þú persónulega, myndir þú syrgja neftóbakið? „Nei, þetta er svona eilífðarbarátta að hætta því. Nú er ég til dæmis á tímabilinu þar sem ég er ekki að taka í nefið, þannig að ég gleðst nú yfir því,“ segir Sigurður Ingi.
Nikótínpúðar Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Heilsa Fíkn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira