Goðsögnin Bill Walton látinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. maí 2024 18:01 Bill varð tvívegis NBA-meistari. Ethan Miller/Getty Images William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024 Körfubolti NBA Andlát Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira
Nafn hans ættu öll þau sem horfðu á NBA-deildina í körfubolta á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en Bill varð tvívegis meistari og var meðal annars valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna 1977. Hann skilur eftir sig eiginkonu, Lori Walton, og fjóra syni; Adam, Nathan, Chris og Luke. Sá síðastnefndi spilaði í deildinni og varð meistari með Los Angeles Lakers árin 2009 og 2010. Voru þeir Bill og Luke þá einu feðurnir sem höfðu báðir unnið meira en einn NBA-titil. Luke sneri sér síðar að þjálfun og er í dag aðstoðarþjálfari Cleveland Cavaliers. RIP Bill Walton 💔🙏 pic.twitter.com/mQF3DNKUmi— NBACentral (@TheDunkCentral) May 27, 2024 Bill sjálfur átti mjög farsælan feril eins og segir hér að ofan. Hefði hann líklega orðið enn farsælli hefði hann ekki verið að glíma við bakvandamál lengi vel. Alls spilaði hann 14 ár í NBA-deildinni. Frá 1974-79 spilaði hann með Portland Trail Blazers og varð meistari liðinu 1977. Sama ár var hann valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna þar sem liðið vann Philadelphia 76ers í sex leikjum. Árið eftir var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Þaðan lá leiðin til San Diego árið 1979 þar sem hann lék með San Diego Clippers, síðar Los Angeles Clippers Árið 1985 fór hann svo til Boston Celtics þar sem hann lék allt til loka ferilsins. .@BillWalton ate the cupcake — CANDLE AND ALL 😳 pic.twitter.com/pz512G6DbF— ESPN (@espn) February 10, 2019 Eftir að skórnir fóru upp á hillu hélt Walton áfram að vinna í kringum NBA-deildina. Vann hann lengi vel fyrir ESPN sem lýsandi og var þekktur sem slíkur. Var hann þekktur fyrir litríkar lýsingar sem og litrík atriði í beinni útsendingu eins og þetta hér að ofan. Í yfirlýsingu frá NBA-deildinni segir að Walton hafi látist í dag, mánudag, umkringdur fjölskyldumeðlimum sínum eftir langa baráttu við krabbamein. https://t.co/I8QRobQL8t pic.twitter.com/jKSJjAg7GU— NBA (@NBA) May 27, 2024
Körfubolti NBA Andlát Mest lesið Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Fyrrum eigandi Liverpool látinn Enski boltinn Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Sport Fleiri fréttir Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Sjá meira