Segjast „niðurlægðar“ og hættar í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2024 09:31 Julieta Cruz er ein af þessum þremur leikmönnum en hún var með argentínska landsliðinu á HM 2023. Getty/Hannah Peters Þrír leikmenn argentínska kvennalandsliðsins í fótbolta eru hættar að gefa kost á sér í landsliðið. Ástæðan eru þær aðstæður sem landsliðskonunum er boðið upp á í landsliðsverkefnum. Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81) Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira
Leikmennirnir eru markvörðurinn Laurina Oliveiros, varnarmaðurinn Julieta Cruz og miðjumaðurinn Lorena Benítez. Allar eru þær fastamenn í argentínska landsliðinu. Þær hafa barist fyrir betri umgjörð í kvennalandsliðinu, umgjörð sem er í dag ansi langt frá því sem gengur og gerist hjá karlaliðinu sem er ríkjandi heimsmeistari. Kvennalandsliðið er að fara spila tvo vináttulandsleiki í upphafi næsta mánaðar og eru þeir báðir á móti Kosta Ríka. 'Humiliated' players quit Argentina women's teamThree players quit Argentina's national women's squad Monday after a dispute over a lack of pay and conditions at a camp ahead of two international friendlies, an unthinkable scenario for the country's Wo… https://t.co/OLBLDLNk1x— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) May 28, 2024 „Við erum komnar á þann stað að við erum búnar að fá nóg af óréttlætinu, að vera ekki metnar af verðleikum, að það sé ekki hlustað á okkur og af því vera niðurlægðar,“ skrifaði Julieta Cruz á samfélagsliðinn Instagram. „Það þarf að laga umhverfið í kringum argentínska kvennalandsliðið í fótbolta og ég er ekki bara að tala um fjárhagslegu hliðina. Ég er að tala um æfingar, hádegismat og morgunverð,“ skrifaði Cruz. Cruz og Benítez segja frá því að þeir hafi fengið samloku með skinku og osti plús einn banana í hádegismat þegar þær voru að æfa með landsliðinu. Það er öllum ljóst að það er ekki boðlegt fyrir íþróttakonur á hæsta stigi. Þær segja að argentínska sambandið ætli ekki að borga þeim fyrir þessa tvo vináttulandsleiki af því að þeir fara fram á heimavelli í Buenos Aires. Benitez bætti því við að ofan á allt annað þá voru fjölskyldumeðlimir leikmanna rukkaðir um fimm þúsund peseta fyrir miða á leikina en það eru sjö hundruð íslenskar krónur. „Það eru milljón atriði sem við getum farið í gegnum,“ skrifaði Lorena Benítez. View this post on Instagram A post shared by Juli Cruz (@cruzjulieta81)
Argentína Fótbolti HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti Fleiri fréttir Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjá meira