„Er búinn að blokka 237 manneskjur á tíu dögum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. maí 2024 19:05 Bubbi er orðinn langþreyttur á ljóutm skilaboðum á samfélagsmiðlum. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann. Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Þetta sagði hann í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Athygli vakti fyrr í dag þegar Bubbi birti Facebook færslu þar sem hann sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu miður fallegra skilaboða eftir að hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu. „Ég er vanur öllum andskotanum í þessum efnum,“ segir Bubbi og segir að fólk standi í þeirri trú að vegna þess að hann sé opinber persóna geti það leyft sér að fara yfir öll mörk í framkomu og orðum, „í krafti þess að það má. En það má ekki. Ég set mörk,“ sagði Bubbi. Hann segist fá skilaboð frá fólki sem vilji rétta sig af. „Ég sé góður maður og allt það en ég sé algjörlega eins og hálfviti að vera að styðja Katrínu en svo er annað fólk sem segir bara einfaldlega að ég sé viðbjóður og ég sé drulla.“ Bubbi segir mikilvægt að allir setji mörk, hvort sem maður sé opinber persóna eða ekki. Mikilvægast sé að kenna börnum sínum að setja mörk. „Þetta er bara að breytast í skotgrafahernað“ „Ég virði skoðanir allra hinna og mér finnst í rauninni flestir þessara frambjóðanda bara mjög svo frambærilegir og gætu allir sómað sér með glans sem forseti, það er engin spurning. En ég er að segja, Katrín, hún er minn frambjóðandi og ég ætlast til þess að fá að gera það í friði. Án þess að þurfa að sitja undir, ekki bara einstöku áreiti, heldur stanslausu áreiti,“ segir Bubbi. Hann segir skilaboð sín til þjóðarinnar þau að kosningarnar ættu að vera gleðileg uppákoma. „Það ætti að vera stuð og fjör og gaman. Þetta er ekki pólitískt, við erum að styðja fólk sem er að bjóða sig fram á Bessastaði og það er bara karnival stemning en þetta er búið að breytast í skotgrafahernað. Ég segi bara einfaldlega, talaðu við fólk eins og þú myndir tala við barnið þitt,“ segir Bubbi. Hann segist síðustu tíu daga hafa lokað á 237 manneskjur á samfélagsmiðlum, bæði vegna leiðinlegra ummæla vegna kosninganna, persónulegu lífi sínu og tónlistarinnar. „Ég hef verið að skoða þetta fólk sem er að gera þetta. Þetta er fullorðið fólk. Þetta eru afar með börnin sín í fanginu. Þetta er venjulegt fólk,“ segir Bubbi. En líður greinilega ekki vel? „Það er svo annað mál. Það eru til lausnir við að líða ekki vel. Það er hægt að vinna í sjálfum sér og taka ábyrgð á sjálfum sér og sinni líðan. Og það er svo margt hægt að gera til þess að láta sér líða vel. Bara það að setja puttana ofan í mold er heimurinn,“ segir hann.
Samfélagsmiðlar Forsetakosningar 2024 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira