Öllu tjaldað til við opnun nýrra undirganga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 22:51 Börn úr Sjálandsskóla koma hjólandi í gegnum göngin. Vísir/Vésteinn Ný göng undir Arnarneshæð, sem eiga að stórbæta umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, voru formlega tekin í gagnið í dag. Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“ Garðabær Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Göngin voru opnuð við hátíðlega athöfn, þar sem fulltrúar Vegagerðar, Garðabæjar, Betri samgangna og Sjálandsskóla í Garðabæ klipptu á forláta borða. Með tilkomu ganganna þurfa gangandi og hjólandi ekki lengur að fara yfir umferðargötuna sem liggur á Arnarneshæð í Garðabæ, þar sem bílaumferð getur oft verið nokkuð þung. Fjöldi barna úr Sjálandsskóla var viðstaddur athöfnina, og spennan yfir nýju göngunum leyndi sér ekki, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni í spilaranum hér að neðan. Þá vakti sirkusatriði ekki síðri kátínu en göngin sjálf. Bæjarfulltrúi í Garðabæ tók í sama streng og börnin, þó með örlítið meiri áherslu á samgöngubótina sem í göngunum felst, en samkvæmt næsta teljara Borgarvefsjár á Arnarnesvegi gengu tæplega 5.000 manns um stiginn sem liggur að göngunum í þessum mánuði. „Áður en þessi undirgöng komu þá urðu gangandi og hjólandi vegfarendur að fara yfir Arnarneshálsinn, yfir umferðarþunga götu. Nú er þetta komið í undirgöng og þetta er sérstaklega vel hannað með það að það er ekki mikil upphækkun í þessu. En þetta hefur aðallega með það að gera að við erum koma gangandi og hjólandi frá akandi umferð, og auka öryggi þeirra þannig,“ segir Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ.Vísir/Einar Þá gætu göngin fljótt komist á spjöld sögunnar. „Hver veit nema að nýr forseti Íslands muni nýta sér þessa leið til þess að komast á Bessastaði 1. ágúst, þegar hann festir þar búsetu?“
Garðabær Samgöngur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira