Ríkisútvarpið hyggst ekki breyta fyrirkomulagi sínu Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2024 14:30 Heiðar Örn segir niðurstöðuna við kröfugerð frambjóðendanna vera þá að Ríkisútvarpið ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Fyrirkomulagið stendur. vísir/vilhelm Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir niðurstöðu komna gagnvart kröfugerð forsetaframbjóðenda – RÚV mun ekki hvika frá fyrirhuguðu fyrirkomulagi. „Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi. Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
„Það er búið að svara bréfi frambjóðendanna. Niðurstaðan er sú að upplegginu verði ekki breytt enda er þessi skipting á þættinum, degi fyrir kosningar, gerð með hagsmuni áhorfenda og þar með kjósenda í huga,“ segir Heiðar Örn. Eins og Vísir greindi frá í gær sendu níu frambjóðendur af tólf útvarpsstjóra og stjórn bréf þar sem þau kröfðust þess að breytt yrði um fyrirkomulag. Að allir frambjóðendur yrðu í kappræðuþætti um kosningarnar, en ef ekki væri hægt að koma því við yrði dregið um hverjir yrðu saman. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir náði svo að fá bæði Jón Gnarr inn á þessa kröfugerð og Baldur Þórhallsson einnig. Var hún búin að stilla því þannig upp að sú eina sem ekki vildi hlutast til um ritstjórn ríkisfjölmiðilsins er Katrín Jakobsdóttir. Þá sendi sex manna hópur þeirra sem lægstir hafa verið að mælast í skoðanakönnunum einnig bréf á Stöð 2/Vísi þar sem sama kröfugerð var sett fram. Vísað var til þess að fjölmiðlasamsteypan Sýn hlyti styrk og því bæri þessum fjölmiðlum að sinna sínu „lýðræðislega“ hlutverki og hafa alla í kappræðuþættinum sem fram fer á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis svaraði því svo til að styrkirnir væru ekki skilyrtir og reyndar telji hann fjölmiðla sem undir hatti Sýnar starfa hafa sinnt sínu lýðræðislega hlutverki af mikilli einurð. Heiðar Örn, sem reyndar starfar hjá Ríkisútvarpinu þar sem aðrar reglur gilda, hefur áður sent frambjóðendum bréf þar sem hann útskýrir í þaula hvað býr að baki ákvörðuninni. Og vitnar þar meðal annars í álit ÖSE. Hann vill undirstrika að hann telji Ríkisútvarpið gæta jafnræðis, þrátt fyrir allt þetta. „Rétt er að undirstrika að öllum frambjóðendunum 12 er boðið í þáttinn og að gætt verður að því að þau fái sem jafnastan tíma til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefur raunar verið leiðarstefið í kosningaumfjöllun RÚV hingað til,“ segir Heiðar Örn í samtali við Vísi.
Forsetakosningar 2024 Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira