„Förum ekki að vorkenna okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2024 20:52 Stjarnan hefur aldrei fengið á sig jafn mörg mörk í einum leik síðan Jökull Elísarbetarson tók við liðinu og gegn Val í kvöld. vísir/diego Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag. „Tilfinningin er allt í lagi. Þetta var bara ekki okkar leikur. Við vorum algjörlega off. Þeir voru klárir og lögðu leikinn vel upp. Gerðu hlutina vel. Þegar þeir eru on er erfitt að eiga off dag.“ sagði Jökull og bætti við: „Átta mig ekki á því hvort lokastaðan gefi rétta mynd af leiknum. Þeir fengu fullt af færum og þetta voru góð færi sem þeir fengu. Þeir voru ekki að skora úr skotum langt fyrir utan teig. Þangað til þeir skora fyrsta markið fannst mér við vera að komast í góðar stöður. Þetta var erfitt eftir að við komumst undir. Það var óþarfi að hleypa þeim í þessi færi. Vorum full opnir.“ Varnarleikur Stjörnunnar var heilt yfir slakur og gáfu þeir ítrekað færi á sér. Hvað velur þessu: „Á eftir að skoða þetta betur. Veit ekki hvað við rýnum í þennan leik. Fáum tvo daga til að undirbúa okkur undir næsta leik. Auðvitað er engin tími til að vorkenna sér, sem betur fer. Við höldum áfram og mætum sterkari í næsta leik.“ Stjarnan gerði fjórfalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks, eitthvað sem sést ekki oft. Jökull sagði að hann hefði metið það það eina í stöðunni. „Mér fannst vanta orku og einhverjir leikmenn orðnir tæpir. Þetta voru gæjar sem áttu skilið að spila og komu flottir inn.“ Hvaða skilaboð hefur Jökull til sinna leikmann eftir svona stórt tap? „Höldum áfram, stöndum saman og förum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Undirbúum okkur vel yrir næst leik. Engar áhyggjur af þessu. Auðvitað er þetta frekar vont tap, við lögum það og höldum áfram,“ sagði Jökull að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Tilfinningin er allt í lagi. Þetta var bara ekki okkar leikur. Við vorum algjörlega off. Þeir voru klárir og lögðu leikinn vel upp. Gerðu hlutina vel. Þegar þeir eru on er erfitt að eiga off dag.“ sagði Jökull og bætti við: „Átta mig ekki á því hvort lokastaðan gefi rétta mynd af leiknum. Þeir fengu fullt af færum og þetta voru góð færi sem þeir fengu. Þeir voru ekki að skora úr skotum langt fyrir utan teig. Þangað til þeir skora fyrsta markið fannst mér við vera að komast í góðar stöður. Þetta var erfitt eftir að við komumst undir. Það var óþarfi að hleypa þeim í þessi færi. Vorum full opnir.“ Varnarleikur Stjörnunnar var heilt yfir slakur og gáfu þeir ítrekað færi á sér. Hvað velur þessu: „Á eftir að skoða þetta betur. Veit ekki hvað við rýnum í þennan leik. Fáum tvo daga til að undirbúa okkur undir næsta leik. Auðvitað er engin tími til að vorkenna sér, sem betur fer. Við höldum áfram og mætum sterkari í næsta leik.“ Stjarnan gerði fjórfalda skiptingu um miðbik seinni hálfleiks, eitthvað sem sést ekki oft. Jökull sagði að hann hefði metið það það eina í stöðunni. „Mér fannst vanta orku og einhverjir leikmenn orðnir tæpir. Þetta voru gæjar sem áttu skilið að spila og komu flottir inn.“ Hvaða skilaboð hefur Jökull til sinna leikmann eftir svona stórt tap? „Höldum áfram, stöndum saman og förum ekki að vorkenna sjálfum okkur. Undirbúum okkur vel yrir næst leik. Engar áhyggjur af þessu. Auðvitað er þetta frekar vont tap, við lögum það og höldum áfram,“ sagði Jökull að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Tengdar fréttir „Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Gott að fá sjálfstraust“ Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik. 30. maí 2024 20:37