Telur taktíska kosningu hafa unnið gegn sér Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 00:01 Eiríkur Ingi Jóhannsson segist ætla að þræða kosningavökur annarra frambjóðenda í nótt. Stöð 2 Forsetaframbjóðandinn Eiríkur Ingi Jóhannsson segir ljóst að kjósendur hafi margir ákveðið að kjósa taktískt í forsetakosningunum í dag og að það hafi mögulega unnið gegn sér. Þegar fyrstu tölur voru lesnar í Suður- og Norðausturkjördæmi var uppskera Eiríks Inga heldur rýr. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður ræddi við Eirík eftir að fyrstu tölur voru birtar um klukkan 23 í dag. „Þetta eru bara kosningar. Það er einn á móti tólf sagði ég alltaf í byrjun. Það kemur bara í ljós hvernig þetta endar á morgun. Það veit enginn veit hver lokaniðurstaðan verður fyrr en á morgun. En ég á augljóslega langt í land með það,“ segir Eiríkur Ingi. Bjóstu við meira fylgi? „Fylgi? Maður hefur talsvert meira fylgi en kemur þarna fram en fólk er náttúrulega mikið að kjósa taktískt. Þá bitnar það á atkvæðum sem maður hefði kannski fengið. Ég náttúrulega stend fyrir því að fólk eigi að kjósa málefni og finna sér einstakling sem sé sem næst því og ekki vera að kjósa taktískt. En svona kemur myndin þegar svo er, en við sjáum hvað gerist í lokin.“ Heldurðu að það hafi verið raunin, að fólk sem hafi kannski ætlað að kjósa þig ákvað að kjósa taktískt? „Miðað við hvað ég þekki mikið af fólki og er búinn að spjalla við marga þá er það soldið mikið af fólki sem er að kjósa svoleiðis. Taka þann sem er næstur.“ Getur verið að þessi kjördæmi séu bara slæm kjördæmi fyrir þig? „Nei, nei, þetta eru bara tvö kjördæmi. Ég hef fengið góðar móttökur alls staðar. Það má ekki gleyma því að ég komst í forsetaframboð og það sér ekkert auðvelt verk heldur. En þegar fólk er að ákveða hvern það ætlar að kjósa þá ferð það stundum þessa leiðina. Þetta er kannski ástæðan fyrir því að það væri kannski gott að vera ekki með skoðanakannanir,“ segir Eiríkur sem segir þær hafa áhrif á hegðum kjósenda og að réttara væri fyrir fólk að kjósa eftir eigin sannfæringu. Þannig að þær [skoðanakannanir] hafi orðið þér að falli? „Ég veit ekkert um það. Það má vel verið að þetta hefði komið nákvæmlega eins út þrátt fyrir það. Þetta eru kosningar og maður má ekkert líta á þetta sem höfnun. Menn eru að velja sér forseta, ekki að hafna öðrum. Það er bara að velja sér forseta.“ Eiríkur Ingi segist nú ætla að þræða kosningavökur hinna frambjóðandanna, en hann sé sjálfur ekki með eigin kosningavöku. „Ég verð bara boðflenna í kvöld og sjá hvað ég duga út nóttina,“ segir Eiríkur léttur í bragði.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Það styttist í að komi í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst er með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06