Augljóst að kjósendur vilja konu sem næsta forseta Atli Ísleifsson skrifar 2. júní 2024 01:33 Jón Gnarr og Jóga ætla að hvíla sig á morgun. Stöð 2 „Mín viðbrögð eru mjög góð. Mér finnst skilaboðin skýr. Kjósendur vilja augljóslega fá konu sem næsta forseta og ég sætti mig auðmjúkur við það.“ Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Þetta sagði forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr í samtali við Bjarka Sigurðsson fréttamann í Elliðaárdalnum í kvöld eftir að tölur bentu allar til að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti landsins. „Mér finnst ég hafa gert mitt besta í þessari baráttu og ég er sáttur við minn árangur vegna þess að árangur er afstæður og mér finnst ég hafa náð mjög miklum árangri,“ segir Jón. Hann segir að dagurinn hafi svo sannarlega verið viðburðaríkur, en sonur hans og Jógu útskrifaðist úr MS í dag. Þetta hafi verið algjörlega dásamlegt. Hann segir niðurstöðuna nokkuð fína. „Einhver sagði áðan að ég væri efsti karlinn og mér finnst það bara gott. Ég er að bjóða gamlan, heyrnarlausan karl og það er ekki stemmning fyrir því og þá ég sætti mig bara við það.“ Þú baðst um að fólk gæfi þér von. Finnst þér eins og þú hafir fengið von? „Já, ég hef mjög mikla von. Mér finnst ég sem manneskja og sem opinber persóna hafa vaxið mjög í allri þessari baráttu,“ segir Jón. Jóga, eiginkona Jóns, segist stolt af manninum. „Þetta er meistaranám án þess að taka námslán. Þetta er búið að vera stórkostlegt og þetta er sigur fyrir mér, er sigurinn sá að fólkið sem á sig sjálft og þarf ekki að fitta inn með neinum, sá hópur hefur vaxið með okkur. Það er sigurinn okkar og það er nóg.0147 Hún segir að á morgun fái þau ánægjulega hvíld en mánudagurinn muni byrja klukkan fimm um morguninn vegna þess að Jón sé á leið í tökur fyrir bíómynd. Þó Jón sé fjórði er hann efstur af körlum í framboði. Eins og staðan er þá bætir Jón við sig fylgi miðað við skoðanakannanir á meðan t.d. Baldur hlýtur mun minna fylgi en kannanir bentu til.vísir/grafík
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25 Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Tvöföld veisla hjá Gnarr feðgum Jón Gnarr yngri betur þekktur sem Nonni Gnarr útskrifast úr menntaskóla í dag og útskriftarveislan fór fram í sama salnum í Elliðarárdal og kosningavaka Jóns Gnarr eldri fer nú fram. Bjarki Sigurðsson fréttamaður tók Nonna Gnarr tali sem var alveg á því að dagurinn væri um hann. 1. júní 2024 23:25
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Nú er orðið ljóst að Halla Tómasdóttir verður sjöundi forseti lýðveldisins. Áfram verður þó fylgst með gangi mála í forsetavaktinni. 1. júní 2024 07:06