Arnar Þór ýjar að stofnun nýs stjórnmálaflokks Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júní 2024 23:07 Arnar Þór óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju með forsetakjörið, og þakkar öllum þeim sem sýndu honum stuðning í orði og verki Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi í nýafstöðnum kosningum ýjar að því að mögulega sé kominn tími á nýja hugmyndafræði eða jafnvel nýjan stjórnmálaflokk hér á landi. Þetta kemur fram í skoðanagrein á Vísi í kvöld þar sem hann fer yfir farinn veg og veltir fyrir sér hinu pólitíska landslagi hér á landi. Arnar hóf pistilinn á því að þakka öllum þeim sem sýndu honum stuðning í nýafstöðnum kosningum og óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. „Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar. Hann segir að líkja megi reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu. Samfélagið og samferðamennirnir sjáist í nýju ljósi, maður sjái hvað sé heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sjái maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þurfi að styrkja. Arnar fer svo með dæmisögu um þræla sem fá að kjósa, en bara frambjóðendur sem þrælahaldarinn sjálfur hefur valið. Einn þrællinn sér í gegnum blekkinguna, og varar fólk við því að kjósa frambjóðendurna sem eru í boði, því þeir haldi fólkinu bara áfram í ánauð. Sá er stimplaður óvinur lýðræðisins. Arnar segir að mögulegar hliðstæður megi finna úr stjórnkerfi Íslands. Dæmisagan er eftirfarandi: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Að lokum horfir Arnar yfir hið pólitíska landslag hérlendis, og varpar fram nokkrum spurningum: Búum við við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka/frambjóðendur til hægri eða vinstri? Vex sérfræðingaveldið/báknið/tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? Arnar Þór Jónsson var í forsetaframboði í ár og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Áður var hann starfandi lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, frá árinu 2021. Þar áður var hann dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en þegar hann lét af þeim störfum sagði hann að sér hefði liðið eins og fugli í búri í dómaraembættinu. Umhverfið hafi þrengt að hugsun hans, en eftir að hann kúplaði sig þaðan út hafi honum liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Arnar hóf pistilinn á því að þakka öllum þeim sem sýndu honum stuðning í nýafstöðnum kosningum og óskaði Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn. „Í dag hef ég hvílst og fengið fjölmörg símtöl og hvatningarorð sem ég tek með mér inn í framtíðina, hver svo sem sú framtíð verður. Ég treysti því að verða leiddur til þess staðar sem mér er ætlaður,“ skrifar Arnar. Hann segir að líkja megi reynslu síðustu mánaða við einhvers konar gegnumlýsingu. Samfélagið og samferðamennirnir sjáist í nýju ljósi, maður sjái hvað sé heilt og hvað ekki. Í sama ljósi sjái maður hvað er heilt í innra lífi manns sjálfs og hvað þurfi að styrkja. Arnar fer svo með dæmisögu um þræla sem fá að kjósa, en bara frambjóðendur sem þrælahaldarinn sjálfur hefur valið. Einn þrællinn sér í gegnum blekkinguna, og varar fólk við því að kjósa frambjóðendurna sem eru í boði, því þeir haldi fólkinu bara áfram í ánauð. Sá er stimplaður óvinur lýðræðisins. Arnar segir að mögulegar hliðstæður megi finna úr stjórnkerfi Íslands. Dæmisagan er eftirfarandi: Til að afstýra uppreisn meðal þrælanna ákveður þrælahaldarinn að boða til kosninga, þar sem þrælarnir fá að kjósa milli frambjóðenda sem hann hefur sjálfur valið. Frambjóðandi A lofar styttri vinnudegi, frambjóðandi B lofar skárri hádegismat. Með þessu er uppreisninni afstýrt og þrælarnir halda áfram að vinna, því þeir ímynda sér að þeir hafi stjórn á aðstæðum sínum. Einn þrællinn, Samúel, neitar að sætta sig við aðstæður. Hann stendur upp og varar aðra við því að kjósa A eða B, því þeir geri ekki annað en að sjá til þess að fólkið sé áfram í ánauð, því hvorugur frambjóðandinn hafi neitt fram að færa sem muni leysa þau úr fjötrum. En máttur blekkingarinnar er svo sterkur að þrælarnir, sem ímynda sér að þau hafi raunverulegt val, stimpla Samúel sem hættulegan mann og hann er húðstrýktur til bana fyrir að vilja skaða lýðræðið. Að lokum horfir Arnar yfir hið pólitíska landslag hérlendis, og varpar fram nokkrum spurningum: Búum við við heilbrigt lýðræði? Breytir miklu í reynd hvort við kjósum flokka/frambjóðendur til hægri eða vinstri? Vex sérfræðingaveldið/báknið/tækniræðið stöðugt, án tillits til niðurstaðna kosninga? Hver er útgönguleiðin? Ný hugmyndafræði? Stofnun nýs stjórnmálaflokks? Arnar Þór Jónsson var í forsetaframboði í ár og hlaut 5,1 prósent atkvæða. Áður var hann starfandi lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokkins, frá árinu 2021. Þar áður var hann dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, en þegar hann lét af þeim störfum sagði hann að sér hefði liðið eins og fugli í búri í dómaraembættinu. Umhverfið hafi þrengt að hugsun hans, en eftir að hann kúplaði sig þaðan út hafi honum liðið eins og frjálsum manni með sjálfstæða rödd.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Arnar Þór segir umhverfið hafa þrengt að hugsun sinni og hættir sem dómari Arnar Þór Jónsson héraðsdómari, hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum en reynsla hans sem frambjóðandi hefur fengið hann til að taka þá ákvörðun. 29. september 2021 16:50
Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33
Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. 9. maí 2021 13:06
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent