Icelandair biðst afsökunar á bögubósahættinum Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2024 12:47 Farþegar og áhöfn koma úr vél Icelandair. Ekki er vitað hvort þeir þessir hafi lent í honum kröppum með afþreyingarkerfi vélanna en verið er að reyna að koma þeim hroða sem þar má finna í lag. En það gæti tekið tíma. vísir/vilhelm „Já, ég veit ekki hvað hefur klikkað þarna,“ sagði Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. En það sé ljóst að við annað eins og þetta verður ekki búið. Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“ Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira
Vísir greindi frá efni aðsendrar greinar Maríu Helgu Guðmundsdóttur þýðanda sem gaf afþreyingarkerfi flugfélagsins falleinkunn. Ekki en einasta setning sem þýdd var stóðst lágmarkskröfur sem gerða má til tungumálsins. Um væri að ræða gervigreindarhroði sem segja má að séu hreinilega hryðjuverk á íslenskunni: „Eftir að utanríkisæra nær niðurlægir hjónanna Pat og Terry Phelps hjónafelag sitt, flytja þau fjölskyldu sína úr borginni til Connecticut, í hús sem gæti verið spökuð.“ Þannig hljóðar eitt dæmið. Upplýsingarnar sem Guðni fékk frá þeim sem hafa með afþreyingarkerfið að gera eru eftirfarandi, en þeir biðjast afsökunar. „Það er okkur auðvitað hjartans mál að farþegar geti lesið upplýsingar um myndefni í afþreyingarkerfi okkar á góðri íslensku.“ Þau eru með erlendan þjónustuaðila sem sér um afþreyingarkerfið. „Og vinnur upplýsingar um efnið á íslensku í gegnum þýðingarstofu. Það er ljóst að þýðingarnar sem vísað er til samræmast alls ekki okkar kröfum og við biðjum farþega afsökunar á því. Við vinnum nú að því að leiðrétta textana.“ Það sem hins vegar er til að seinka því þarfa verki er að afþreyingarkerfið er þannig úr garði gert að uppfærslur eru aðeins gerðar á þriggja mánaða fresti. „Og þarf þá að uppfæra það í hverri einustu flugvél. Þannig mun þessi vinna því miður taka einhvern tíma.“
Íslensk tunga Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Sjá meira