Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 20:41 Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Halla hefði borið sigur úr býtum óháð kosningakerfi eða taktískra atkvæða. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira