Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 22:01 Hildur Antonsdóttir við það að skora sigurmarkið gegn Austurríki. Vísir/Diego Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Hildur stóð vaktina á miðri miðju Íslands þegar liðið sótti sigur sem gæti svo gott sem hafa tryggt liðinu sæti á EM sem fram fer í Sviss á næsta ári. Hin 28 ára gamla Hildur var að spila sinn 16 A-landsleik en lék sem hún hefði spilað talsvert fleiri. Ásamt því að skora það sem reyndist sigurmark leiksins þá stóð hún fyrir sínu á miðsvæðinu og sá til þess að Austurríki ógnaði lítið sem ekkert fyrir utan mark þeirra. Hildur Antonsdóttir með frábæran skalla! 🇮🇸Íslenska liðið er búið að hóta þessu marki allan seinni hálfleikinn og loksins datt það ⚽ pic.twitter.com/YAB7V54fHU— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) June 4, 2024 Í viðtali við Fótbolti.net eftir leik staðfesti Hildur að hún yrði ekki lengur hjá hollenska félaginu Fortuna Sittard. Hún gekk í raðir félagsins sumarið 2022 eftir að hafa spilað með uppeldisfélagi sínu Val og Breiðabliki hér á landi. Hún er á leið í frí á Mallorca áður en hún tekur ákvörðun um næsta skref. „Ég er að fara finna mér eitthvað nýtt að gera í sumar. Ég mun æfa á fullu fyrir næsta glugga,“ sagði Hildur við Fótbolti.net eftir leik. Ísland getur tryggt sér sæti á EM í Sviss þann 16. júlí þegar liðið mætir Póllandi ytra. Fjórum dögum áður, þann 12. júlí, mætir liðið Þýskalandi á Laugardalsvelli.
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Einkunnir Íslands: Karólína Lea best meðal jafningja Ísland vann Austurríki 2-1 á Laugardalsvellinum í kvöld í 4. umferð undankeppni Evrópukeppninnar 2025. Leikurinn endaði 2-1 þar sem Hlín Eiríksdóttir og Hildur Antonsdóttir skoruðu mörkin en það var Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem var potturinn og pannan í sóknarleik liðsins. Karólína var valinn maður leiksins. 4. júní 2024 21:35
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31