„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 10:54 Þórhallur Heimisson ræddi áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Minningarathöfn var haldin á Gold ströndinni í Normandí í morgun. vísir/getty Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur. Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur.
Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira