Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 10:01 Age Hareide horfir yfir Wembley leikvanginn í Lundúnum þar sem Ísland leikur við England í kvöld. skjáskot / stöð 2 sport Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. „Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
„Þetta er frábært. Besti staðurinn fyrir fótboltaiðkun. Ég var hérna sem leikmaður fyrir 44 árum og man vel eftir því að hafa spilað gegn Englandi. Ég vona að strákarnir nýti tækifærið og sýni ást sína á leiknum. Þetta er besti staðurinn fyrir það,“ sagði Age Hareide eftir æfingu landsliðsins á Wembley í gær. Það hafa nokkur skakkaföll orðið úr hópnum. Orri Steinn Óskarsson, Willum Willumsson, Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson þurftu allir að draga sig úr hópnum í vikunni. „Við vorum með nokkra leikmenn sem mættu tæpir og þeir náðu ekki að jafna sig. Það gerist í enda tímabilsins. Þeir sem koma inn eru heilir og munu nýta tækifærið, alltaf gott að sjá ný andlit.“ Åge lítur á þetta sem tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig og auka breiddina í hópnum. „Við verðum að hrista hópinn saman. Við munum leita til nýrra leikmanna til að auka breiddina í liðinu og nýta tækifærin gegn Englandi og Hollandi til að bæta okkur sóknarlega. Það var svekkjandi að komast ekki á EM en við þurfum að horfa fram veginn og halda áfram okkar vinnu.“ Ekki ókunnugir stórleikjum Það eru tveir stórleikir framundan hjá Íslandi, fyrst gegn Englandi í dag og svo gegn Hollandi næsta mánudag. Það búast fáir við frábærum úrslitum en mikilvægt er að liðið láti ekki undan pressu. „Við spiluðum líka við stórlið í riðlakeppninni eins og Portúgal. Við mætum bara eins og alltaf, þéttir til baka en þurfum að standa okkur betur á boltanum. Reyna að halda honum svo við þreytumst ekki of fljótt, hvílum okkur á boltanum. Þetta er tækifæri til að sýna að við getum það.“ Andrúmsloftið á Wembley er engu líkt og uppselt er á leikinn á morgun. Það má búast við miklum látum. „Það ætti að vera það. Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft, þeir munu syngja Football‘s Coming Home eins og þeir gera vanalega. Ég mun njóta þess og vona að leikmennirnir geri það líka.“ Klippa: Viðtal við Age Hareide á Wembley Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 „Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Lögreglan varar við ensku sönglagi og mun handtaka þá sem hylla nasista Lögreglan í Þýskalandi hefur varað stuðningsmenn enska landsliðsins við því að syngja lag um þýskar sprengjuflugvélar og minnt þá á að nasistakveðjur eru með öllu ólöglegar. 7. júní 2024 07:01
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6. júní 2024 18:45