Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 08:00 Declan Rice ræddi við Val Pál Eiríksson fyrir leik Englands og Íslands á Wembley. skjáskot / stöð 2 sport Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. „Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
„Við eigum stórleik framundan gegn Íslandi, sá síðasti áður en við förum á EM. Auðvitað erfitt í dag þegar tilkynnt var um landsliðshópinn. Maður á marga góða vini sem urðu eftir en nú er fullur fókus á leikinn því við verðum að undirbúa okkur almennilega.“ Ísland komst ekki á EM og hefur fallið niður styrkleikalista undanfarin ár. Síðustu leikir gegn stórliðum hafa ekki farið vel en það er aldrei að vita hvað gerist í kvöld. „Mjög gott lið. Við höfum verið að horfa á klippur af þeim. Þeir eru þéttir til baka og með gríðarleg einstaklingsgæði. Ég hef spilað gegn þeim áður og þeir voru erfiðir en þetta verður annað lið á morgun og við hlökkum til að taka á móti þeim.“ Það er landsmönnum öllum mjög eftirminnilegt þegar Ísland vann England á EM 2016. Declan horfði á leikinn og man eftir honum, en segir ensku landsliðsmennina ekki hafa rifjað hann upp í undirbúningnum. „Nei það held ég ekki. Það er búið og gert en var auðvitað alls ekki til fyrirmyndar. En fullt hrós á þá, betra liðið vann þann leik. Ég man eftir leiknum og þetta var mikið áfall en það sannar bara að í fótbolta má aldrei vanmeta andstæðinginn. Öll lið eru með gæði innanborðs og Ísland er engin undantekning.“ Klippa: Declan Rice ræðir leikinn gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport, útsending og upphitun hefst klukkan 18:15.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira