„Veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2024 11:01 Gareth Southgate. Vísir/Ívar Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, átti erfiðan dag í gær líkt og hann greinir frá við Stöð 2 Sport. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15. Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Lundúnum Líkt og hefð er fyrir stóð enska knattspyrnusambandið að blaðamannafundi degi fyrir leik í gær en þar var íslenska landsliðið ekkert rætt. Lokahópur Englands fyrir komandi Evrópumót var tilkynntur hálftíma fyrir fund og snerist allt í ensku samfélagi um val á hinum og þessum. „Þetta er erfitt. Við erum þéttur hópur og við höfum þurft að færa góðum vinum erfiðar fréttir. Það hefur verið strembið. En við þurfum einnig að muna að þetta er frábært afrek fyrir þá sem eru valdir, sumir í fyrsta skipti. Við þurfum einnig að samgleðjast þeim,“ segir Southgate. Klippa: Southgate átti erfiðan dag en hlakkar til kvöldsins Southgate segir þetta það erfiðasta sem hann gerir í starfi. „Alveg klárlega. Ég hef spilað og ég er faðir, svo ég veit hvernig börnin mín myndu vilja fá svona fréttir. Það er aðeins hægt að vera eins virðingarfullur og hreinskilinn og hægt er. Allir leikmenn okkar eru miklir fagmenn og við höfum unnið með þeim lengi. Það gerir þetta erfiðara á margan hátt en á sama tíma styðja þeir fast við bakið á liðinu.“ James Maddison og Jack Grealish eru á meðal þeirra sem fara ekki með til Þýskalands á meðan yngri menn líkt og Kobbie Mainoo og Jack Wharton verða í flugvélinni. Hann er fullviss að hópurinn sé sá rétti fyrir komandi verkefni. „Þetta er spennandi lið. Það eru margir ungir leikmenn að koma upp sem hafa gert gríðarvel að vinna fyrir treyjunni. Það sést líka á gæðum þeirra sem við tókum ekki,“ segir Southgate um landsliðsvalið. Leikur Englands og Íslands er klukkan 18:45 í kvöld. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá og hefst bein útsending klukkan 18:15.
Enski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01 Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00 Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice Sjá meira
Åge spenntur fyrir stórleiknum: „Ég held að allir vilji upplifa svona andrúmsloft“ Åge Hareide landsliðsþjálfari vill að leikmenn Íslands njóti sín á Wembley í kvöld. Leikurinn sé frábært tækifæri til að skerpa á ákveðnum atriðum, auka breiddina í hópnum og bæta sóknarleik liðsins. 7. júní 2024 10:01
Declan Rice: Mikil gæði í íslenska liðinu og það má ekki vanmeta þá Declan Rice, leikmaður Arsenal og landsliðsmaður Englands, segir Ísland verðugan andstæðing. Liðið sé vel skipulagt varnarlega og búi yfir miklum gæðum sóknarlega. Það sé mikilvægt að vanmeta aldrei andstæðinginn. 7. júní 2024 08:00
Maddison í molum og Grealish undrandi á ákvörðun Southgate Gareth Southgate, þjálfari Englands, tilkynnti lokaval sitt á landsliðshópnum sem fer á Evrópumótið í Þýskalandi. Nokkur stór nöfn urðu eftir og margir furða sig á valinu. 6. júní 2024 22:22
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti