Uppgjör: England - Ísland 0-1 | Strákarnir okkar með frækinn sigur á Wembley Árni Jóhannsson skrifar 7. júní 2024 21:00 England v Iceland - International Friendly LONDON, ENGLAND - JUNE 07: Jon Dagur Thorsteinsson of Iceland celebrates scoring his team's first goal during the international friendly match between England and Iceland at Wembley Stadium on June 07, 2024 in London, England. (Photo by Richard Pelham/Getty Images) Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. Það var búist við því að stemmningin gæti verið skrýtin í þessum síðasta leik Englendinga fyrir EM 2024. Það var nú samt sem áður búist fastlega við því að heimamenn myndu nú vinna leikinn og það jafnvel auðveldlega. Annað kom á daginn. Eftir að England hafði verið með boltann nánast allan tímann í upphafi leiks voru það Íslendingar sem komust yfir. Ísland þorði að hafa boltann í sínum röðum og náðu að sprengja upp völlinn og opna andstæðing sinn upp á gátt. Hákon Arnar Haraldsson fékk boltann við miðju og fann hann Jón Dag Þorsteinsson á vinstri kantinum. Jón Dagur var væntanlega feginn að Kyle Walker hafði tölt fram og hann þurfti bara að takast á við John Stones. Jón Dagur keyrði á Stones og skaut boltanum á milli lappa hans og Ramsdale í markinu réði ekkert við skotið. Væntanlega var hann að búast við að fá boltann á fjærstöng en ekki á nærstöng. Boltinn söng í netinu og mikið fagnað í herbúðum íslenska landsliðsins. Við tók svo aukið sjálfstraust hjá íslenska liðinu og klassísk liðsframmistaða hjá íslenska landsliðinu. Varnarleikurinn þéttur, strákarnir þorðu að hafa boltann og þegar Englendingar komust í góðar stöður stóðu strákarnir sína plikt. Englendingar náðu ekki að jafna metin í fyrri hálfleik og Ísland með forystu þegar gengið var til búningsklefa undir bauli enskra áhorfenda. Í seinni hálfleik var íslenska landsliðið jafnvel betri aðilinn. Varnarleikurinn var þéttur og þegar skiptingarnar fóru að koma þá var íslenska landsliðið sem setti það enska upp við kaðlana á löngum köflum. England náði ekkert að ógna og Jón Dagur fékk langbesta færi seinni hálfleiksins og hefði getað gert út um leikinn en allt kom fyrir ekki. Lokakaflinn hófst og maður hafði eiginlega aldrei áhyggjur af því að Englendingar myndu jafna. Stákarnir okkar voru þéttir og þreytan var aldrei vandamál. Leikurinn leið og endaði og Ísland fagnaði mikið þrátt fyrir að um vináttuleik væri að ræða. Enskir aðdáendur bauluðu aftur og ekki var kveðjupartýið gleðilegt. Frækinn sigur á enska landsliðinu. Atvik leiksins. Það er markið sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði á 12. mínútu leiksins. Eftir það var farið í lágu blokkina og leikurinn kláraður og enskir voru eiginlega aldrei líklegir að skora. Mikill lærdómur fyrir liðið sem getur nýst sér í næstu keppnum. Stjörnur og skúrkar. Það verður að grípa í gömlu góðu liðsheildar klisjuna. Það voru allir góðir í því sem þeir gerðu í kvöld. Til að tína einhverja til þá var Jón Dagur mjög góður í sókninni. Arnór Ingvi var hlaupandi allan tímann eins og hann á að sér. Bjarki Steinn Bjarkason gerði vel í stöðu sem hann er ekki vanur að spila og Hákon í markinu var frábær. Kýldi allt frá sem kom að markinu, varði þau fáu skot sem komust á markið og svo gerði hann frábærlega þegar Cole Palmer komst einn í gegnum vörn Íslands. Enska landsliðið eru svo bara skúrkarnir en við látum ensku pressuna um að rífa þá niður. Dómarinn Davide Massa gerði vel. Leyfði leiknum að fljóta vel en greip í spjöldin þegar Ísland var að stoppa skyndisóknirnar. Umgjörð og stemmning Það er örugglega frábært að spila á Wembley og sá maður að strákarnir nutu sín vel. Stemmningin hinsvegar súrnaði hratt og fóru stuðningsmenn Englands að tínast af vellinum vel fyrir lokin. Eins og ég sagði þá var baulað á enska liðið og augljóst að það þarf að rétta við álitið í fyrsta leik á EM. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46 Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti því enska á troðfullum Wembley leikvanginum í kvöld. Þetta var síðasti leikur Englendinga fyrir EM í Þýskalandi og íslenska landsliðið eyðilagði kveðjuteitið. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins í 0-1 sigri. Það var búist við því að stemmningin gæti verið skrýtin í þessum síðasta leik Englendinga fyrir EM 2024. Það var nú samt sem áður búist fastlega við því að heimamenn myndu nú vinna leikinn og það jafnvel auðveldlega. Annað kom á daginn. Eftir að England hafði verið með boltann nánast allan tímann í upphafi leiks voru það Íslendingar sem komust yfir. Ísland þorði að hafa boltann í sínum röðum og náðu að sprengja upp völlinn og opna andstæðing sinn upp á gátt. Hákon Arnar Haraldsson fékk boltann við miðju og fann hann Jón Dag Þorsteinsson á vinstri kantinum. Jón Dagur var væntanlega feginn að Kyle Walker hafði tölt fram og hann þurfti bara að takast á við John Stones. Jón Dagur keyrði á Stones og skaut boltanum á milli lappa hans og Ramsdale í markinu réði ekkert við skotið. Væntanlega var hann að búast við að fá boltann á fjærstöng en ekki á nærstöng. Boltinn söng í netinu og mikið fagnað í herbúðum íslenska landsliðsins. Við tók svo aukið sjálfstraust hjá íslenska liðinu og klassísk liðsframmistaða hjá íslenska landsliðinu. Varnarleikurinn þéttur, strákarnir þorðu að hafa boltann og þegar Englendingar komust í góðar stöður stóðu strákarnir sína plikt. Englendingar náðu ekki að jafna metin í fyrri hálfleik og Ísland með forystu þegar gengið var til búningsklefa undir bauli enskra áhorfenda. Í seinni hálfleik var íslenska landsliðið jafnvel betri aðilinn. Varnarleikurinn var þéttur og þegar skiptingarnar fóru að koma þá var íslenska landsliðið sem setti það enska upp við kaðlana á löngum köflum. England náði ekkert að ógna og Jón Dagur fékk langbesta færi seinni hálfleiksins og hefði getað gert út um leikinn en allt kom fyrir ekki. Lokakaflinn hófst og maður hafði eiginlega aldrei áhyggjur af því að Englendingar myndu jafna. Stákarnir okkar voru þéttir og þreytan var aldrei vandamál. Leikurinn leið og endaði og Ísland fagnaði mikið þrátt fyrir að um vináttuleik væri að ræða. Enskir aðdáendur bauluðu aftur og ekki var kveðjupartýið gleðilegt. Frækinn sigur á enska landsliðinu. Atvik leiksins. Það er markið sem Jón Dagur Þorsteinsson skoraði á 12. mínútu leiksins. Eftir það var farið í lágu blokkina og leikurinn kláraður og enskir voru eiginlega aldrei líklegir að skora. Mikill lærdómur fyrir liðið sem getur nýst sér í næstu keppnum. Stjörnur og skúrkar. Það verður að grípa í gömlu góðu liðsheildar klisjuna. Það voru allir góðir í því sem þeir gerðu í kvöld. Til að tína einhverja til þá var Jón Dagur mjög góður í sókninni. Arnór Ingvi var hlaupandi allan tímann eins og hann á að sér. Bjarki Steinn Bjarkason gerði vel í stöðu sem hann er ekki vanur að spila og Hákon í markinu var frábær. Kýldi allt frá sem kom að markinu, varði þau fáu skot sem komust á markið og svo gerði hann frábærlega þegar Cole Palmer komst einn í gegnum vörn Íslands. Enska landsliðið eru svo bara skúrkarnir en við látum ensku pressuna um að rífa þá niður. Dómarinn Davide Massa gerði vel. Leyfði leiknum að fljóta vel en greip í spjöldin þegar Ísland var að stoppa skyndisóknirnar. Umgjörð og stemmning Það er örugglega frábært að spila á Wembley og sá maður að strákarnir nutu sín vel. Stemmningin hinsvegar súrnaði hratt og fóru stuðningsmenn Englands að tínast af vellinum vel fyrir lokin. Eins og ég sagði þá var baulað á enska liðið og augljóst að það þarf að rétta við álitið í fyrsta leik á EM.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46 Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38
Sjáðu markið sem tryggði Íslandi sigur gegn Englandi Ísland vann 1-0 sigur gegn Englandi á Wembley í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eina mark leiksins. 7. júní 2024 20:46
Samfélagsmiðlar eftir sigurinn: Íslendingar kampakátir en Englendingar ekki lengur vongóðir fyrir EM Englendingar eru ekki eins vongóðir og þeir voru fyrir Evrópumótinu eftir tap gegn Íslandi á Wembley. Venju samkvæmt leituðu þeir á samfélagsmiðla til að láta óánægju sína í ljós. 7. júní 2024 20:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti