„Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. júní 2024 22:17 Gareth Southgate hefur án efa látið sína menn heyra það eftir leik. Eddie Keogh/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna eftir 0-1 tap gegn Íslandi í kvöld. Hann segir íslenska liðið hafa lagt leikinn vel upp og tapið í kvöld sé merki um að margt þurfi að breytast. „Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Það er frammistaðan sem veldur vonbrigðum. Ekki gæðin sem við viljum sjá. Ísland spilaði mjög vel og við vorum ekki nógu góðir án boltans. Að því sögðu fengum við nóg af færum til að skora og vinna leikinn. Slúttin okkar voru vandamál í kvöld en án boltans vorum við einfaldlega ekki nógu góðir.“ Hvað það var sem skóp sigurinn fyrir Ísland gat Southgate útskýrt á einfaldan hátt. „Þeir spiluðu bara vel. Yfirvegaðir og náðu góðum stöðum. Það var of teygt á okkur og við pressuðum ekki af nægri ákefð. Maður veit að öll landslið á þessu stigi geta átt góðan leik. Það var ákveðið frjálsræði í þeirra leik og þeir áttu sigurinn skilið.“ Þetta var síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi sem hefst eftir rúma viku. Miðað við frammistöðu Englands í kvöld fara þeir ekki langt á mótinu. „Þetta er ekki gott kvöld fyrir okkur en við verðum að halda rónni. Það eru hlutir sem við getum bætt og margt sem við þurfum að læra á skömmum tíma. Allir tala eins og við séum að fara að valta yfir mótið og vinna það en fótboltinn virkar ekki svoleiðis, maður þarf að leggja heilan helling á sig og við gerðum það ekki í kvöld.“ Klippa: Gareth Southgate eftir tapið gegn Íslandi Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland leikur næst vináttuleik gegn Hollandi, mánudaginn 10. maí. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti