„Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júní 2024 11:29 Jóhann Árni var aðstoðarþjálfari Grindvíkinga í vetur. vísir/anton brink Jóhann Árni Ólafsson mun þjálfa Hött í Subway-deild karla á næsta tímabili. Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Fjölskyldan missti heimilið sitt í Grindavík og nú er stefnan tekin austur. Jóhann bjó áður í Grindavík og starfaði þar fyrir íþróttafélagið. Það sama má segja um eiginkonu hans Petrúnellu Skúladóttur. Fjölskyldan varð að yfirgefa bæinn á sínum tíma og atvinnuöryggið farið. Jóhann verður þjálfari Hattar við hlið Viðars Arnar Hafsteinssonar en hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannssyni sem stýrði Hetti með Viðari í þrjú ár. Á síðasta tímabili komst liðið í fyrsta sinn í úrslitakeppnina þar sem það tapaði fyrir Val, 3-1. „Við lendum náttúrulega í því að allt sé rifið upp með rótum í Grindavík, vinnur og fjölskylda og allt saman. Það var því tilvalið að prófa eitthvað alveg nýtt og fara í eitthvað ævintýri. Við fjölskyldan töluðum svolítið um það að ef ekki núna, hvenær þá?,“ segir Jóhann Árni og heldur áfram. Eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum „Það er mikill uppgangur í körfunni fyrir austan og það er mjög spennandi að geta tekið þátt í þeirri uppbyggingu.“ Jóhann var aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðasta tímabili. Liðið komst alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn þar sem það tapaði fyrir Val í oddaleik, 3-2. „Ég held að þetta verði eftirminnilegasta tímabilið á ferlinum hjá okkur öllum sem tóku þátt í þessu. Allt sem gekk á og allt sem var ekkert tengt körfubolta. Og að reyna eitthvað að púsla körfubolta inn í þetta allt saman, það verður ótrúlega eftirminnilegt þó að við höfum ekki náð lokatakmarkinu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Jóhann sem var í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Subway-deild karla Grindavík Höttur Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira