McGregor þaggar niður í orðrómi Aron Guðmundsson skrifar 10. júní 2024 11:30 McGregor og Chandler þjálfuðu sitthvort liðið í The Ultimate Fighter, raunveruleikaþáttaröð UFC sambandsins og má segja að sú þáttaröð hafi lagt grunninn að komandi bardaga þeirra í Las Vegas þann 29.júní næstkomandi Vísir/Getty Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport. MMA Mest lesið Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Orðrómur þess efnis að McGregor væri mögulega meiddur og að ekkert myndi verða af bardaga hans við Bandaríkjamanninn Michael Chandler spruttu upp þegar að blaðamannafundi kappanna í Dyflinni var aflýst á elleftu stundu. Bardagans er beðið með mikilli eftirvæntingu en hann markar endurkomu McGregor, sem er og hefur verið stærsta nafnið í heimi bardagaíþrótta undanfarinn áratug eða svo, í búrið. McGregor hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann er óútreiknanlegur. Þá hefur frægð hans og frami oft á tíðum stigið honum til höfuðs. Því var það ekki óeðlilegt að orðrómar, þess efnis að ekkert yrði af bardaganum, færu á kreik. McGregor er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir og í þokkabót er hann að snúa aftur í bardagabúrið eftir að hafa fótbrotnað í síðasta bardaga sínum og hefði ekki verið óvenjulegt ef bakslag hefði gert vart um sig í endurkomunni. Írinn gerir hins vegar sitt í því að þagga niður í öllum orðrómi með téðum myndböndum sem hann birti á samfélagsmiðlum. Þau sýna hann meðal annars fara ansi illa með æfingafélaga sinn í búrinu og virðist McGregor vera á réttri leið í undirbúningi sínum. View this post on Instagram A post shared by Conor McGregor Official (@thenotoriousmma) UFC 303 bardagakvöldið í T-Mobile leikvanginum í Las Vegas, þar sem aðalbardagi kvöldsins er á milli Conor McGregor og Michael Chandler, fer fram aðfaranótt sunnudagsins 30.júní næstkomandi. Bardagakvöldið verður sýnt í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
MMA Mest lesið Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni Sport Systur sömdu á sama tíma Íslenski boltinn Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Dagskráin: Litla körfuboltaliðið í Vesturbænum í beinni UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Skúbbaði í miðju kynlífi Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Systur sömdu á sama tíma Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Þjálfari Messi hættir Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Landsliðin spila í Adidas næstu árin Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira