Ráðherra hafi ekki mátt láta rannsaka meðferðarheimilið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. júní 2024 19:03 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar er snúin til baka úr framboðsleyfi til forseta Íslands. Hún segir mat stofnunarinnar að ráðherra hafi ekki mátt fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að rannsaka Laugaland-Varpholt. Vísir/Einar Barnamálaráðherra hafði ekki lagaheimild til að fela Gæða - og eftirlitsstofnun að rannsaka meðferðarheimili sem var á Laugalandi og Varpholti að mati Persónuverndar. Forstjóri stofnunarinnar segir miður þegar mál falla á formgalla. Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum. Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Eftir að fjöldi kvenna steig fram í Stundinni nú Heimildinni fyrir nokkrum árum og sagði frá alvarlegu ofbeldi á meðferðarheimili á Varpholti og Laugalandi ákvað Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra að fela Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála að gera úttekt á starfinu þar. Niðurstöðurnar voru að vísbendingar væru um að alvarlegt ofbeldi hefði átt sér stað og eftirlit hafi brugðist. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra bað svo konur sem hittu hann í framhaldinu afsökunar. Gæða- og eftirlitsstofnun birti greinargerðina á vef sínum þar sem hún var í rúmt ár. Forstjóri hennar hefur sagt að eftir að hafa farið að ráðgjöf Persónuverndar um meðferð persónuupplýsinga í skýrslunni hafi hún verið birt. Málið falli vegna formgalla Fram hefur komið að stjórnendur meðferðarheimilisins hafi svo kvartað yfir birtingunni til Persónuverndar. Sú stofnun bannaði birtingu og dreifingu skýrslunnar í úrskurði sínum í desember í fyrra. Þá kemur fram að engin heimild hafi verið til vinnslu persónuupplýsinga í þágu rannsóknarinnar. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir að samkvæmt úrskurði stofnunarinnar hafi skort allar heimildir í málinu. „Heimildir ráðherra voru ekki taldar nægja til að setja fyrir þetta verkefni og svo var skýrt að Gæða-og eftirlitsstofnun hafði ekki heimild til að gera þessa skýrslu. Þessi úrskurður okkar snýr ekki að starfsemi heimilisins með nokkrum hætti. Málið fellur aðeins vegna formgalla þar sem í lögum um Gæða-og eftirlitsstofnun kom fram að stofnuninni væri óheimilt að birta skýrslur með persónugreinanlegum upplýsingum. Við veittum Gæða- og eftirlitsstofnun ráðgjöf áður en skýrslan var birt en stofnunin ákvað samt að birta hana á vef sínum. Í framhaldinu var kvartað yfir birtingunni til okkar og þá þurfum við að bregðast við. Það er miður þegar mál falla á formgalla ef svo mætti segja, það er ekki gott,“ segir Helga. Meinbugir í lögum Helga segir að með úrskurðinum sé ekki verið að draga í efa niðurstöðu skýrslunnar með nokkrum hætti. Aðspurð um hvaða þýðingu þetta hafi þá varðandi málið Helga: „Það er annarra að meta það. Það er alveg ljóst að það hafa verið ákveðnir meinbugir í lögum því Gæða- og eftirlitsstofnun er ekki að vinna sína gæða-og eftirlitsvinnu ef hún má ekki birta stafkrók um það og það þarf að laga,“ segir Helga. Það má ekki vera þannig að eitthvað misjafnt fái að þrífast í skjóli persónuverndarlaga. Helga segir réttara hefði verið að útbúa sérstakan lagaramma fyrir slíka rannsókn líkt og þegar Vöggustofurnar í Reykjavík voru rannsakaðar. „Þá voru sérstök lög sett sem römmuðu algjörlega inn þá vinnu og vinnslu persónuupplýsinga sem þurfti að fara í. Önnur leið hefði verið að fá þingnefnd til að taka að sér þessa vinnu,“ segir Helga að lokum.
Vistheimili Vistheimilin Alþingi Ofbeldi gegn börnum Persónuvernd Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira