„Ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur böðull rasista“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2024 07:31 Vinícius Júnior kom, sá og sigraði bæði á knattspyrnuvellinum sem og í dómsalnum. Mateo Villalba/Getty Images Vinícius Júnior, leikmaður Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, hefur tjáð sig eftir að þrír stuðningsmenn Valencia voru dæmdir í átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í hans garð á síðustu leiktíð. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, betur þekktur sem Vinícius Júnior eða einfaldlega Viní Jr. er án efa einn besti leikmaður heims um þessar mundir. Þessi 23 ára Brasilíumaður var frábær í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem hann skoraði annað mark Real í 2-0 sigri á Borussia Dortmund. Jafnframt var hann magnaður á nýafstöðnu tímabili í La Liga. Þrátt fyrir að búa yfir óumdeildum hæfileikum og vera það sem kalla mætti skemmtikraft á velli hefur þessi 23 ára framherji alltof oft orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði á meðan hann spilar íþróttina sem hann elskar. Á mánudag átti sér hins vegar stað sögulegur atburður á Spáni, þá voru þrír einstaklingar sem höfðu gerst sekir um kynþáttaníð í garð leikmannsins dæmdir í átta mánaða fangelsi. Ofan á það var þeim meinaður aðgangur frá öllum knattspyrnuleikjum næstu tvö árin. Þetta er í fyrsta sinn sem dómur sem þessi fellur á Spáni. „Þessi úrskurður eru frábærar fréttir í baráttunni gegn kynþáttaníði á Spáni,“ lét Javier Tebas, forseti La Liga hafa eftir sér. Þá hefur Viní Jr. sjálfur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Í færslu sinni á X, áður Twitter, segir Brasilíumaðurinn að mörg hafi beðið hann um hunsa rasismann, önnur hafi sagt baráttu hans til einskis og hann ætti að einbeita sér að því að spila fótbolta. „En eins og ég hef alltaf sagt, ég er ekki fórnarlamb kynþáttaníðs heldur er ég böðull rasista. Þessi dómur, sá fyrsti í sögunni á Spáni, er ekki fyrir mig heldur allt svart fólk. Megi aðrir rasistar skjálfa á beinunum og fela sig í skugganum því annars er komið að skuldadögum,“ segir meðal annars í færslunni sem endar svo á Viní Jr. þakkar La Liga og Real fyrir að standa við bakið á sér í þessari sögulegu baráttu. Muitos pediram para que eu ignorasse, outros tantos disseram que minha luta era em vão e que eu deveria apenas "jogar futebol".Mas, como sempre disse, não sou vítima de racismo. Eu sou algoz de racistas. Essa primeira condenação penal da história da Espanha não é por mim. É por… https://t.co/NdezpJBjF2— Vini Jr. (@vinijr) June 10, 2024 Viní Jr. færir nú einbeitingu sína á sigur í Suður-Ameríkukeppninni, Copa America, sem fram fer í sumar.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira