„Þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2024 21:48 Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík er úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 5-2 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jonathan Glenn, þjálfari Keflavíkur, var nokkuð ánægður með liðið en afar ósáttur með vítaspyrnuna sem dæmd var á Keflavík. „Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum. Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
„Þetta var alltaf að fara vera erfiður leikur og fyrir leik þurftum við að gera breytingar vegna meiðsla og við þurftum einnig að bregðast við meiðslum í leiknum,“ sagði Jonathan Glenn í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við spiluðum fyrir tveimur dögum og vissum að þetta yrði erfitt gegn Blikum sem eru að spila sinn besta bolta þessa stundina.“ Keflavík þurfti að gera tvær skiptingar vegna meiðsla. Í fyrri hálfleik fór Caroline Mc Cue Van Slambrouck út af vegna meiðsla og í seinni hálfleik fór Marín Rún Guðmundsdóttir út af vegna meiðsla og það leit ekki vel út. Glenn var ekki viss hvað kom fyrir við Marín en sagði að um höfuðmeiðsli væri að ræða. Glenn var ekki sáttur með byrjun Keflavíkur þar sem Breiðablik skoraði mark eftir tvær mínútur og var 3-0 yfir eftir átján mínútur. „Þetta var ekki byrjunin sem við vildum. Við sváfum á verðinum og Breiðablik refsaði okkur.“ Breiðablik fékk níu hornspyrnur í fyrri hálfleik og tvær skiluðu sér með marki. Glenn var ekki sáttur með varnarleik Keflavíkur og sagði að þetta væri ólíkt þeim. „Þetta var ólíkt okkur þar sem við höfum varist vel á þessu svæði síðustu vikur og við hefðum átt að gera betur.“ Eftir að Keflavík minnkaði muninn í 3-1 fékk Breiðablik vítaspyrnu og Glenn var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn. „Frá mínu sjónarhorni fannst mér þetta ekki vera vítaspyrna og leikmaðurinn [Salóme Kristín Róbertsdóttir] var sammála. Mér fannst vera pressa frá stuðningsmönnum og þegar maður mætir stóru liðunum falla allir vafadómar með þeim. Okkur tókst að minnka muninn í 3-1 og það var alltof aumt að flauta víti á þessu augnabliki,“ sagði Jonathan Glenn að lokum.
Keflavík ÍF Mjólkurbikar kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira