Fara í saumana á sendiherraskipunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júní 2024 12:54 Skipanir Bjarna í sendiherrastöður í Róm og Washington mæltist illa fyrir víða. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd tekur málið fyrir í dag. vísir/vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur óskað eftir svörum frá utanríkisráðuneyti um verklag þáverandi utanríkisráðherra Bjarna Benediktssonar við skipun sendiherra í Róm og Washington D.C. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir nefndarmaður segir að taka verði til skoðunar hvort skipanirnar standist lög. Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust. Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Nefndin tók málið fyrir í dag og samþykkti að leggja spurningar fyrir utanríkisráðuneyti. Fyrr á árinu samþykkti nefndin að fara í saumana á því ferli sem viðhaft var við skipun sendiherra. Um er að ræða annars vegar skipun Guðmundar Árnasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í utanríkis- og fjármálaráðuneyti, í sendirherrastöðu í Róm, og hins vegar skipun Svanhildar Hólm Valsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanns Bjarna, í sendiráð Íslands í Washington D.C. Málið vakti talsverða athygli og töldu margir að gamlir klíkutaktar hefðu verið endurvaktir við sendiherraráðningar. Sjá einnig: Bjarni gengur fram af fólki með klíkuráðningum Þórhildur Sunna hóf þessa frumkvæðisathugun og kallaði eftir gögnum hjá utanríkisráðuneyti. Athygli hennar vakti að ferilskrá Svanhildar Hólm skyldu talin meðal trúnaðargagna innan nefndarinnar. „Þetta fanns mér mjög skrýtið, svo ekki sé meira sagt. Þannig ég sendi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið um það hvers vegna þessi gögn séu trúnaðargögn og hins vegar hvernig það standist lög um utanríkisþjónustu Íslands, að skipa sendiherra tímabundið sem hefur enga reynslu af alþjóðastörfum. Þessu er ráðuneytinu skylt að svara,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir það ekki líta vel út fyrir nýja stjórn að hafa Bjarna Benediktsson í forsæti.Vísir/Vilhelm Henni hugnaðist ekki skipanirnar. „Þetta bar mjög bratt að. Það er mjög augljóst af gögnum málsins að það stóð bara til að skipa þessi tvö. Engir aðrir kostir komu til greina. Þetta er ákvörðun sem er tekin með svo gott sem engum aðdraganda og ég tel að hún hafi ekki verið vel ígrunduð. Ég tel ekki að þarna hafi verið þeir hæfustu einstaklingar sem völ var á.“ Að minnsta kosti hafi ferlið verði þess eðlis að það gaf ekki færi á að kanna hvort svo væri. „Þetta eru gamlir taktar, að skipa vini sína og bandamenn sendiherrastöður. Auðvitað kom þetta mörgum á óvart og vakti töluverða óánægju. Ég er ein af þeim sem finnst þetta ekki eðlilegt og finnst að það þurfi að skoða hvort þetta standist yfir höfuð lög,“ segir Þórhildur Sunna og heldur áfram: „Þessi gloppa var skilin eftir í lögum um utanríkisþjónustu Íslands til þess að hægt væri að skipa pólitískt í sendiherrastöður. Rökin sem ráðherra gaf fyrir því á sínum tíma voru þau að hægt væri að skipa sérstaka sérfræðinga, til dæmis tæknisendiherra til Silicon Valley. Þangað myndum við þá ekki senda einhvern úr utanríkisþjónustunni, heldur frekar einhvern sem væri sérfræðingur í hugbúnaðarþróun á Íslandi.“ Lögin gefi skýrt til kynna að sendiherra skuli hafa einhverja reynslu af alþjóðamálum, og því gefi umræddar skipanir vond fordæmi. Hún segir að vel geti komið til greina að kalla til utanríkisráðherra, núverandi eða fyrrverandi, til nefndarinnar í haust.
Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnsýsla Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15