Áttaði sig á stöðunni á fundi með Höllu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 11:20 Eliza Reid fer yfir víðan völl í viðtalinu. Vísir/Egill Eliza Reid forsetafrú Íslands segist fyrst hafa áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi þegar hún sat stjórnarfund með Höllu Tómasdóttur verðandi forseta Íslands þar sem hún gaf barn á brjósti á sama tíma og hún stýrði fundinum. Eliza segist stolt af síðustu átta árum á Bessastöðum Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“ Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjónvarpsviðtali kanadísku ríkisútvarpinu CBC við Elizu. Þar segir Eliza að þörf sé á röddum fleiri kvenna á alþjóðasviðinu. Þá er hún sérstaklega spurð út í kosningaúrslit í forsetakosningunum 2024. Enginn blikkaði auga Í viðtalinu ræðir Eliza úrslitin og þá sérstaklega þá staðreynd að þrjár konur voru meðal þriggja efstu. 75 prósent Íslendinga hafi kosið konu. Eliza segir að sýnileiki kvenna í stjórnmálum undanfarin ár hafi haft sitt að segja og haft mikil áhrif. Þá var Eliza spurð hvenær hún hafi fyrst áttað sig á stöðu jafnréttismála hér á landi og hversu framarlega þau væru. Hún rifjar upp að fyrst þegar hún hafi flutt til landsins fyrir tuttugu árum hafi hún starfað hjá fyrirtæki og setið stjórnarfund. Þar hafi stjórnarformaðurinn verið með barn á brjósti á fundinum. „Ég man að enginn blikkaði auga, öllum var sama, hún stýrði fundi og var með barn á brjósti. Fyrir mig sem unga konu þá var þetta magnað og það merkilega er að þetta er konan sem var að sigra forsetakosningar, þannig við erum lítið land,“ segir Eliza í viðtalinu og á þar við Höllu Tómasdóttur. Stolt af því að hafa nýtt rödd sína Eliza segist vera stoltust af því í starfi sínu á Bessastöðum á síðustu átta árum að hafa nýtt rödd sína til góðra verka. Hún hafi fyrst haldið að hún ætti ekki að nota röddina, þar sem hún væri í raun bara á Bessastöðum vegna afreka eiginmanns síns. „En ég hugsaði bara að í lífinu þá fáum við fullt af tækifærum og við getum annað hvort nýtt þau eða sóað þeim, svo ég ákvað að nota röddina mína og nota þetta tækifæri til að ræða mikilvæg mál og veita sumum byr undir báða vængi. En líka vera fyrirmynd og minna fólk á að við höfum öll áhrif á fólk í kringum okkur, samfélagið okkar, vinnuna, skólana og við berum ábyrgð á því að nota þessa rödd til að breyta hlutunum til betri vegar.“ Þá er Eliza spurð að því í viðtalinu hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram á vettvangi stjórnmálanna. Hún segir það áhugaverða spurningu og rifjar upp að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á stjórnmálum. Grátbeðið foreldra sína sem barn árið 1984 að fá að vaka eftir úrslitum þingkosninga í Kanada. Það hryggi hana að sjá hvernig orðræða getur orðið á milli hópa, henni finnist þátttaka í stjórnmálum aðdáunarverð. „Hvað mig varðar, alveg klárlega ekki núna, við sjáum hvað gerist í framtíðinni, ég þarf að meta hlutina og sjá hvað ég hef lært á síðustu átta árum, sem hafa verið mikið ævintýri.“
Forseti Íslands Jafnréttismál Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp