Bubbi hrærður: Trúir því að Níu líf muni á endanum vakna að nýju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2024 07:01 Bubbi á sviði í Borgarleikhúsinu. Hann hefur mætt á svo gott sem allar og mætir á þá síðustu í kvöld. Grímur Bjarnason Bubbi Morthens tónlistarmaður segist ætla að taka á því í ræktinni í dag áður en hann skellir sér upp í Borgarleikhús í kvöld til að vera viðstaddur 250. og síðustu sýninguna af söngleiknum Níu líf um ævi hans og störf. Hann segist án orða, eftir sitji yndislegar minningar og segist Bubbi trúa því að sýningin verði endurvakin. „Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins. Leikhús Tónlist Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
„Mig skortir orð. Í alvörunni. Maður þarf einhvern tíma til að ná utan um þetta. En fegurðin í þessu eru auðvitað allar þessar minningar, þessi gleði sem við höfum upplifað með öllu þessu fólki sem hefur komið og átt með okkur þessa stund. Þannig að þegar uppi er staðið þá er þetta einhverskonar ævintýri sem á sér ekki hliðstæðu eins og Brynhildur leikhússtjóri sagði, once in a blue moon,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi hefur birt baksviðs-speglasjálfsmyndir fyrir hverja einustu sýningu síðan fyrsta sýningin fór fram árið 2020. Í tilefni af síðustu sýningunni sem fram fer í kvöld hefur Borgarleikhúsið tekið þær saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Bubbi missti einungis af einni sýningu, það var vegna veirunnar skæðu sem setti einmitt strik í reikninginn um skeið stuttu eftir að Níu líf var frumsýnd árið 2020, fyrir fjórum árum síðan. Sýningin hefur fyrir löngu slegið met sem aðsóknarmesta sýningin í sögu landsins. Klippa: Bubbi baksviðs á yfir tvöhundruð sýningum Níu lífa Minningarnar og vináttan stendur upp úr Bubbi segist vera vel stemmdur fyrir deginum í dag. Í kvöld verður hann viðstaddur síðustu sýninguna en hann segist ætla að taka deginum eins og venjulega. Mæta í ræktina, boxa, sippa og lyfta. Taka gufubað. Ekki flókið eins og Bubbi lýsir því, enda kvöldið í kvöld líf og fjör. „Þetta er náttúrulega algjörlega ótrúlegt,“ segir Bubbi um vegferð Níu lífa í Borgarleikhúsinu síðustu fjögur ár. „Og ég er nú bara þannig stemmdur að ég spái því að þessi sýning muni vakna úr dvala aftur. Ég spái því að einn daginn fari hún í gang aftur en fram að því þá er þetta búið að vera magnað ferðalag,“ segir Bubbi hlæjandi, hress og kátur og bersýnilega snortinn. „Að kynnast öllum þessum leikurum, sjá hvílík fagmennska er í gangi hjá þessu fólki. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessum hópi og forréttindi að fá að kynnast þessu fólki. Hljómsveitin er líka mergjuð og starfsfólkið! Þetta eru fjögur ár, þrjú ár í leikhúsinu meira eða minna, allar helgar og ég verð að segja það að bæði er ég búinn að eignast mikið af vinum og félögum og minningum,“ segir Bubbi. „Já ég held að þetta verði skringilegt, að vakna ekki einn daginn og hugsa: „Jæja það eru sýningar um helgina.“ Þetta er eitthvað sem ég sá ekki fyrir. Ég sá ekki fyrir að þetta yrði stærsta söng-leiksýning Íslandssögunnar. Að 120, 130 þúsund manns myndi sjá þetta,“ segir Bubbi enn hlæjandi og viðurkennir að það séu alvöru tilfinningar í spilunum í aðdraganda kvöldsins.
Leikhús Tónlist Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira