Lofar svakalegri veislu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2024 09:29 Friðrik Dór heldur tvenna tónleika í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Hulda Margrét „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér. Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér.
Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira